Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 21
21 ins og alla skjalagerð í tengslum við það. Við- skiptavinurinn borgar síðan fyrir í heildarþóknun sem hann greiðir bankanum fyrir lánið og aðra þjónustu í tengslum við það. Þó íslenskir bankar og fjármálafyrirtæki hafi yfir að ráða afar hæfum lögfræðingum, er samt augljóst að hér geta komið upp tilfelli þar sem hagsmunir viðskiptavinarins gætu verið látnir þoka fyrir hagsmunum annarra sem að málinu koma, t.d. bankans sjálfs. Það er raunar nógu slæmt að það geti komið mönnum þannig fyrir sjónir út á við, hver svo sem raunveru- leikinn er. Auðvitað má segja að viðskiptavinurinn geti ávallt tekið lögmann með sér að borðinu til að gæta hagsmuna sinna, en er ekki ósanngjarnt að hann þurfi á sama tíma að halda uppi lögfræðideild bankans með greiðslu á þjónustugjöldum sem hann innir af hendi í viðskiptunum? Í viðskiptum sem þessum er einnig um augljós samkeppnislagabrot að ræða gagnvart sjálfstætt starfandi lögmönnum, sem er gert að innheimta virðisaukaskatt af sinni þjónustu, sem bankarnir þurfa á hinn bóginn ekki að gera. Valkosturinn er fyrir hendi. Hér á landi hefur starfsumhverfi lögmanna breyst verulega síðustu ár. Lögmannsstofur hafa stækkað og sérhæfing aukist. Mjög hefur færst í vöxt að lögfræðingar leiti sér viðbótarmenntunar erlendis. Allt þetta gerir lögmannsstofurnar hæfari og betur í stakk búnar til að takast á hendur þau verkefni sem nútíma viðskiptahættir gera kröfur til. Þessi þróun til faglegri, fljótvirkari og öruggari vinnubragða getur gerst mun hraðar ef t.a.m. bankar, endurskoðendur o.fl., gera sér grein fyrir mikilvægi þessa og nýta sér þjónustu lögmanns- stofanna fremur en að keppa við þær. Því fyrr sem menn átta sig á þessu því hraðar vex fagmennskan í viðskiptalífinu öllu og stýrt verður framhjá óþarfa hættum og tortryggni vegna hagsmunaárekstra. L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð T I L S Ö L U Hæstaréttardómar frá 1920 - 1995 í fallegu skinnbandi til sölu. Einnig tímaritið Úlfljótur frá l950-l998 og Tímarit lögfræðinga frá sama tíma. Töluvert magn af Nordisk domsamling getur fylgt með. Upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir í síma 551-5706 og 868-7718.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.