Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 25
25 Áhrif Evrópuréttar Aðildin að Evrópska efnahagssvæð- inu hefur haft veruleg áhrif á vinnurétt hér á landi enda ber almennt að innleiða gerðir Evrópusambandsins um vinnu- rétt í íslenskan rétt. Hin nýja eða breytta löggjöf byggir að því leyti á efnis- reglum viðkomandi tilskipunar. Til við- bótar hefðbundnum lögskýringargögn- um þarf því að horfa til tilskipunarinnar sjálfrar og hvernig hún er túlkuð í ráð- gefandi álitum EFTA-dómstólsins og dómum Evrópudómstólsins. Vegna EES-samnings- ins hafa á síðustu árum t.d. verið sett ný lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrir- tækjum nr. 72/2002, og um breytingar á vinnu- verndarlögum nr. 46/1980, sbr. lög nr. 68/2003 (vinnutími, áhættumat á vinnustað sem vinnuveit- anda ber að láta framkvæma o.fl.). Auk þess lög um tímabundna ráðningu starfsmanna, nr. 139/2003 og lög um starfsmenn í hlutastörfum, nr. 10/2004. Þá eru lög um hópuppsagnir, nr. 63/2000 og réttar- stöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á vegum erlendra fyrirtækja, nr. 54/2001 og fleiri ótalin. Réttarstaða starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtæki Nýju lögin, nr. 72/2002, voru sett til innleiðingar á tilskipun 2001/23/EB. Hugtakið aðilaskipti er nú skýrt í lögunum. Átt er við aðilaskipti að efnahagslegri ein- ingu sem heldur einkennum sínum, sbr. 4. tl. 2. gr. Það fer þó eftir mati á atvikum hverju sinni hvort um aðilaskipti er að ræða í skilningi laganna. Gildir það hvort heldur um er að ræða sölu eða leigu á fyrirtæki eða hluta fyrir- tækis. Meginatriðið er hvort vinnuveitendaskipti hafi átt sér stað, þ.e. nýr aðili sé orðinn lagalega ábyrg- ur fyrir starfseminni og hvort fyrir- tækið, eða sá hluti þess sem framseldur hefur verið, heldur áfram rekstri á sama eða svipaðan hátt og áður. Í greinargerð með lögunum er að finna ítarlegar skýringar með vísan til dómaframkvæmdar Evrópudómstóls- ins og umfjöllunar EFTA-dómstólsins. Meginviðmiðið er, sem fyrr segir, hvort fyrirtækið haldi einkennum sínum. Þar skiptir máli að hve miklu leyti reksturinn er sambærilegur fyrir og eftir aðilaskiptin. Í því sambandi þarf m.a. að skoða hvort atvinnureksturinn sé framseldur sem starfhæf eining. Það sem framselt er þarf að vera varanleg efnahagsleg eining, sem skipulögð er til að hafa með höndum starfsemi í ákveðnum til- gangi, og takmarkist ekki við framkvæmd eins til- tekins verkefnis. Við mat á því hvort sú eining haldi einkennum sínum verður að líta heildstætt til þess hverrar tegundar fyrirtækið er, hvort áþreifanleg verðmæti eru framseld, svo sem fasteignir eða lausafé, hvers virði óhlutbundin verðmæti eru við framsalið, hvort meirihluti starfsmanna flyst til nýja vinnuveitandans og hvort framsalshafi haldi viðskiptatengslum framseljanda. Vísast í þessu sambandi til dóma Hæstaréttar í málum nr. 435/2002 og 344/2004 en í báðum þessum málum var því hafnað að aðila- skiptalögin ættu við. Samanber hins vegar mál nr. 165/2002 og 375/2004. Tilgangur laganna er að gera starfsfólki kleift að starfa áfram með sömu skilyrðum og giltu gagnvart fyrri vinnuveitanda. Þannig færast réttindi og skyldur framseljanda samkvæmt ráðning- L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Breytingar á sviði vinnuréttar Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. Eins og leiða má af þessari saman- tekt stafa breyt- ingar á vinnuréttar- reglum hér á landi nú aðallega frá gerðum ESB.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.