Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 26

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 26
26 arsamningi sem er í gildi á þeim degi sem aðila- skipti eiga sér stað yfir til framsalshafa. Hæstiréttur hefur þó ekki talið að réttur til ógreiddra launa fyrir aðilaskiptin yrði byggður á aðilaskiptalögunum, sbr. mál nr. 375/2004. Uppsagnarréttur vinnuveit- anda er takmarkaður nema til þess séu efnahags- legar, tæknilegar eða skipulagslegar ástæður, sam- anber dóm Hæstaréttar í máli nr. 195/2001. Nýi vinnuveitandinn á að öðru leyti sama rétt og hinn fyrri. Auk þess er kveðið á um að veita skuli trún- aðarmönnum starfsmanna tilteknar upplýsingar varðandi aðilaskiptin. Lög um tímabundna ráðningu starfmanna Lögunum er ætlað að veita tímabundið ráðnum starfsmönnum vernd gegn mismunun. Slíkur starfs- maður skal hvorki njóta hlutfallslega lakari starfs- kjara né sæta lakari meðferð en sambærilegur starfsmaður með ótímabundna ráðningu nema það sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Í öðru lagi setja lögin skorður við endurteknum framlengingum eða endurnýjunum tímabundinna ráðningarsamninga. Almenna reglan er að samn- ingur sem þannig er framlengdur má að hámarki vara í tvö ár nema annað sé tekið fram í lögum. Aðeins reynir þó á hámarkstímann ef samningurinn er framlengdur eða endurnýjaður innan þriggja vikna frá lokum gildistíma eldri samnings. Semja má um frávik frá þessum reglum í kjarasamningi. Að auki er kveðið á um það í lögunum að vinnu- veitandi skuli þó ávallt leitast við að ráða starfmenn ótímabundið. Þetta ákvæði á sér ekki beina fyrir- mynd í tilskipun nr. 1999/70/EB sem innleidd er með lögunum. Skoða verður það sem áréttingu á þeirri framkvæmd sem tíðkast hefur að ótíma- bundin ráðning sé meginreglan enda er í greinar- gerð með frumvarpinu að lögunum vísað til mikil- vægis þess að lögin breyti því ekki. Vinnuveitanda er einnig gert að veita tíma- bundnum starfsmönnum upplýsingar um störf sem losna innan fyrirtækis og leitast við að greiða fyrir aðgangi þeirra að starfsmenntun og starfsþjálfun. Þá skal vinnuveitandi einnig leitast við að veita trúnaðarmönnum upplýsingar um tímabundnar ráðningar. Lög um starfsmenn í hlutastörfum Markmið laganna, sem byggja á tilskipun nr. 97/81/EBE um hlutastörf, er að koma í veg fyrir að starfmenn sæti mismunun. Greiða skal fyrir því að starfsmenn eigi kost á hlutastörfum og sveigjan- legri vinnutilhögun þannig að tekið sé tillit til þarfa atvinnurekanda jafnt sem starfsmanna. Lögin gilda um þá starfsmenn sem ekki njóta þeirra lágmarks- réttinda sem tilskipunin kveður á um samkvæmt kjarasamningi. Þau eiga því ekki við um þá sem kjarasamningur SA og ASÍ um hlutastörf frá 2002 tekur til en ákvæði hans eru í meginatriðum sam- svarandi ákvæðum laganna. Samkvæmt lögunum skulu starfsmenn í hluta- störfum ekki njóta hlutfallslega lakari kjara eða sæta lakari meðferð en sambærilegir starfsmenn í fullu starfi nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Vinnuveitandi skal jafnframt leitast við að taka tillit til óska starfsmanns um breytingar á starfshlutfalli og auðvelda aðgang að hlutastörfum, þar á meðal að sérhæfðum störfum og stjórnunarstörfum. Vinnuveitandi skal einnig leitast við að veita upplýsingar um laus störf, greiða fyrir aðgangi starfsmanna í hlutastörfum að starfs- menntun og veita trúnaðarmönnum upplýsingar um hlutastörf á vinnustað. Rétt er að vekja athygli á að lögin takmarka að vissu leyti uppsagnarrétt vinnuveitanda. Það telst ekki eitt og sér gild ástæða uppsagnar að starfs- maður neiti að fara úr fullu starfi í hlutastarf eða öfugt. Uppsögn er þó ekki andstæð lögunum ef hún er í samræmi við lög, kjarasamninga eða venju og stafar af öðrum ástæðum, svo sem rekstrarþörfum viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar. Nýjar reglur á döfinni Ofangreind upptalning er ekki tæmandi. Aðilar vinnumarkaðarins í Evrópu hafa t.d. gert samning um fjarvinnu starfsmanna og annan um vinnu- tengda streitu. Þá standa yfir viðræður milli aðild- arsamtaka vinnumarkaðarins hér á landi um inn- leiðingu reglna tilskipunar ESB um almennan ramma um upplýsingamiðlun til launamanna í fyr- irtækjum og samráð við þá, nr. 2002/14/EBE, með kjarasamningum. Lokaorð Eins og leiða má af þessari samantekt stafa breytingar á vinnuréttarreglum hér á landi nú aðal- lega frá gerðum ESB. Þessum gerðum má almennt hrinda í framkvæmt hvort heldur með lögum eða kjarasamningum, sbr. hér að framan. Lögmenn sem fást við að því er virðist einföld vinnuréttarmál standa í auknu mæli frammi fyrir lagareglum sem byggja á Evrópurétti og eru túlkaðar með hliðsjón af dómum EFTA-dómstólsins og Evrópudómstóls- ins. 1 / 2 0 0 5

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.