Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.03.2005, Blaðsíða 27
27L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð Fréttir frá félagsdeild ÁRSHÁTÍÐIN Nú er árshátíðin á næsta leyti og lög- menn sjálfsagt búnir að láta snyrta hár sitt og skegg fyrir þá miklu hátíð, nú eða láta líma á sig gervineglur, lita hárið, fara í húðhreinsun, brjósta- stækkun, fitusog og söngtíma. Þetta er a.m.k. það sem við á skrifstofunni erum að fást við þessa dagana en ekki verður upplýst hver er að gera hvað! Árshátíðin verður haldin á Hótel Sögu að þessu sinni. Skemmtiatriði verða í höndum Arnar Árnasonar leikara og væntanlega mun djassband lögmanna troða upp eins og síðast. Sálin hans Jóns míns mun leika fyrir dansi í lokin og vonandi heppnast hátíðin vel eins og venjulega. LÖGMANNALISTINN Á heimasíðu lögmannafélagsins er LÖG- MANNALISTINN en þar gefst almenningi kostur á að leita að lögmanni eftir málaflokkum. Eins og fyrr hefur komið fram er listinn nú á níu tungumálum og bæklingi hefur verið dreift víða sem kynnir þjónustuna á öllum þessum tungu- málum en hann hefur auk þess fengið all nokkra kynningu í fjölmiðlum. Þeir lögmenn sem vilja kynna sér hvernig listinn virkar er bent á að fara á heimasíðu félagsins. Lögmenn greiða aðeins kr. 1600,- fyrir hvern yfirflokk sem þeir eru skráðir fyrir svo kynningin á þjónustu þeirra er ekki kostnaðarsöm. Talning á heima- síðu félagsins sýnir að undanfarið hafa yfir 8000 manns heimsótt hana á mánuði og flestir eru í leit að lög- manni. NÁMSKEIÐ VORANNAR Námskeið vorannar eru tólf talsins að þessu sinni og eru þau auglýst á öðrum stað í blaðinu. Sem endranær er reynt að blanda saman fræðslu og skemmtun og nú þegar hafa tvö námskeið í síðari flokknum verið haldin. Skotfim- inámskeið var haldið í byrjun þorra en það endaði með gríðarlega spennandi skotkeppni. Allir kom- ust þó lífs af. Böðvar Guðmundsson rithöfundur hélt stutt námskeið um vesturfarana í febrúar sem var mjög fróðlegt. Tvö námskeið hafa nú þegar verið haldin fyrir starfsfólk lögmannsstofa, annað í símsvörun og hitt í skjalavörslu en fagnámskeið vetrarins verða um gerð örorkumats, skipti dánar- búa, stjórnskipulag hlutafélaga, alþjóðlegan einkamálarétt, undirbúning málshöfðunar og sam- runa fyrirtækja. Tvö áður auglýst námskeið hafa verið flutt til um daga vegna óviðráðanlegra aðstæðna en vonandi hefur það ekki komið að sök. Eyrún Ingadóttir ELLEFTA grein Mannréttindasáttmála Evrópu er við- fangsefni 21. Norrænu málflutningskeppninnar en í júní n.k. munu 6 íslenskir laganemar úr HÍ keppa í málflutningi í Eystri Landsrétti og Hæstarétti Dana. Málið varðar danskan garðyrkjumann sem skyldaður er til aðildar að stéttarfélagi. Þegar félagsgjöld eru hækkuð í tengslum við stuðning stéttarfélagsins við tiltekinn stjórnmálaflokk, er garðyrkjumanninum nóg boðið og leitar úrlausnar Mannréttindadómstólsins. Þessi atvik eru að sjálfsögðu tilbúningur en eiga sér hliðstæðu í dönsku máli sem nú er rekið fyrir Mann- réttindadómstólnum. Í fyrra var málflutningskeppnin haldin í Reykjavík en þá fór íslenska liðið með sigur af hólmi í þessari keppni 12 málflutningsklúbba frá öllum Norðurlöndum. Var það í fyrsta sinn sem íslenska liðið komst í úrslit. Keppnistungumálin eru danska, norska og sænska. Norrænir laganemar flytja mál um neikvætt félagafrelsi Ove Bring prófessor færir Sif Konráðsdóttur hrl., formanni Club Lögberg þakkir í Hæstarétti í júní 2004. Elisabet Fura-Sandström dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og hluti íslenska sigurliðsins í bakgrunni.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.