Lögmannablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 28

Lögmannablaðið - 01.03.2007, Qupperneq 28
2 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2007 Þegar ég var í lagadeild HÍ var almennt álitið að námið fæli í sér hálfgerða átt- hagafjötra og að einu möguleikarnir til þess að starfa sem íslenskur lögfræðing- ur erlendis væru í sendiráðum Íslands eða hjá alþjóðastofnunum. Á þessum árum var EES-samningurinn tiltölu- lega nýr af nálinni og ekki margir sem sáu fyrir þá byltingu sem síðar varð í lagasetningu vegna skuldbindinga Íslands sem eiga rætur að rekja til EES- samningsins. Í dag gætir áhrifa EES- samningsins víða og hafa ákvæði hans um frjálsa för fólks, þjónustufrelsið og stofnsetningarréttinn skapað aukin tækifæri fyrir lögmenn sem hafa öðl- ast lögmannsréttindi í einu EES-ríki til þess að vinna sem lögmenn í öðru EES-ríki. Á haustmánuðum 2006 þurfti ég að kynna mér hvernig íslensk héraðs- dómslögmannsréttindi gætu nýst mér í Noregi. Ástæðan var sú að ég var ráðin til starfa í samkeppnis- og evrópurétt- ardeild norsku lögmannsstofunnar Thommessen Krefting Greve Lund AS (Thommessen). Mér stóð til boða að fara sömu leið og aðrir fulltrúar á lög- mannsstofum í Noregi, það er að vinna sem fulltrúi í tvö ár, sækja norskt lög- mannanámskeið og flytja þrjú prófmál. Það hefði þó að mínu mati verið tví- verknaður þar sem ég hafði þegar sótt lögmannanámskeið á Íslandi og auk þess flutt fjölda mála í héraði meðan ég starfaði sem lögmaður á Íslandi. Ég kannaði því hvaða leiðir væru í boði. Norðmenn, eins og Íslendingar, hafa innleitt tilskipanir 89/48/EBE og 98/5/EB í landsrétt á þann hátt að lögmanni með lögmannsréttindi á EES-svæðinu standa tveir kost- ir til boða. Annars vegar getur hann sótt um það til Lögmannaeftirlitsins (Advokattilsynsrådet) að lögmannsrétt- indin séu yfirfærð þannig að viðkom- andi, ef fallist er á ósk hans, starfi sem lögmaður undir innlendu starfsheiti, sem í Noregi er advokat. Hins vegar getur hann boðið fram lögmannsþjón- ustu undir starfsheiti síns heimaríkis, sem í mínu tilfelli er héraðsdómslög- maður. Geri hann það verður hann fyrst að skrá sig hjá Lögmannaeftirlitinu. Eftir þrjú ár getur hann síðan sótt um yfirfærslu réttindanna samkvæmt fyrri leiðinni. Vitaskuld var fyrri kosturinn talinn vænlegri enda hefði ég annars þurft að starfa undir íslenska starfsheit- inu héraðsdómslögmaður. Þó að norska sé náskyld íslenskunni er hætt við að mörgum hefði vafist tunga um tönn. Það varð því úr að ég kannaði hvaða gögn þyrftu að fylgja umsókn til Lögmannaeftirlitsins um yfirfærslu lög- mannsréttinda minna milli Íslandi og Noregs. Samkvæmt 9. kafla reglugerðar nr 1161 frá 1996 (Advokatforskriften) skal umsækjandi um norsk lögmanns- réttindi leggja fram gögn sem sýna fram á ríkisborgararétt í EES-ríki og staðfestingu á lögmannsréttindum. Þá skal umsækjandi sýna fram á eitt af eft- irfarandi þremur atriðum: a) Að hafa þreytt stöðupróf sem sýni fram á kunnáttu í norskum rétti. b) Að hafa boðið fram þjónustu sem lögmaður í Noregi í 3 ár að því gefnu að viðkomandi hafi unnið að málum á þessum tíma sem reyna á norskan rétt eða Evrópurétt. c) Þá er gert ráð fyrir því að hafi við- komandi boðið fram þjónustu sem lögmaður í Noregi í þrjú ár en ekki unnið að málum sem reyna á norskan rétt eða Evrópurétt nema í skamman tíma eigi hann þess kost að sýna fram á að hann hafi aflað sér þekkingar á norskum rétti á annan hátt. Með hliðsjón af þessu taldi ég nokkuð öruggt að ég þyrfti að taka stöðupróf, samkvæmt a-lið, þar sem ég uppfyllti ekki skilyrði b og c. Samkvæmt reglu- gerðinni getur Lögmannaeftirlitið þó veitt undanþágu frá prófrauninni, annað hvort að öllu leyti eða að hluta, án þess að nánar sé tilgreint hvaða tilvik falli þar undir. Þegar ég spurði Lögmannaeftirlitið nánar um þessa Margrét Gunnarsdóttir advokat Hvernig héraðsdómslögmaðurinn varð advokat í Noregi

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.