Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 5
Námskeið LMFÍ: Stofnun vörumerkjaréttar með notkun Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til sönnunar um notkun vörumerkja, áhrif Evrópuréttar á túlkun vöru- merkjalaga og úrskurði Áfrýjun ar nefndar hugverkaréttinda á sviði iðnaðar. Kennari Hafdís Ólafsdóttir, aðal lögfræð ingur Sam- keppnis eftirlitsins og aðjúnkt við laga deild Háskóla Íslands. Hún situr jafnframt í áfrýjunar nefnd hug- verkaréttinda á sviði iðnaðar. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álfta mýri 9, 108 Reykjavík. Tími Fimmtudagur 13. nóvem ber 2008 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Skipulagsmál sveitarfélaga Á námskeiðinu verður farið yfir helstu réttarreglur skipulags- og byggingar laga nr. 73 frá 1997, nýjustu úrskurði úrskurðar nefndar skipulags- og bygg ingar mála og helstu dóma. Stiklað verður á frumvörpum til nýrra skipu lags laga og laga um mannvirki sem gert er ráð fyrir að leysi skipulags- og byggingar lög af hólmi. Kennari Ívar Pálsson hdl. hjá Lands lögum. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 25. nóvember 2008 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Skipti dánarbúa lögerfða reglur, erfða skrár og aðrir erfðagerningar Fjallað verður um skipti dánar búa og þann mun sem er á einka- og opin berum skiptum. Upphafsaðgerðir skipta, fram kvæmd og frágang. Lögerfðir og erfðaskrár. Fjallað verður um hvaða formreglur erfðaskrár þurfa að uppfylla, arfleiðsluhæfi, hverju má ráðstafa, kvaða bindingu og breytingu og aftur köllun erfðaskrár. Hvenær er erfðaskrá ógild og hvenær er unnt að véfengja hana? Kennari Steinunn Guðbjarts d. hrl. hjá Borgarlög mönn um Staður Kennslustofa LMFÍ, Álfta mýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 2. desember 2008 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félags deild kr. 15.000,- Verðmat á fyrirtækjum Kynntar verða helstu aðferðir við verð mat á fyrirtækjum s.s. margfaldara og núvirðingu sjóðstreymis. Rætt verður um tilgang verðmata og helstu óvissu þætti þeirra. Að lokum verður stutt umræða um þá þætti í rekstri félaga sem ráða því hversu mikils virði þau eru. Eftir fyrirlesturinn ættu þáttak endur að hafa heyrt flest verð mats hugtök sem upp koma í viðræðum um kaup og sölu á fyrirtækjum og hafa grunn til að byggja á ef þeir vilja kynna sér viðfangsefnið frekar. Gert er ráð fyrir að þáttakendur hafi grunn þekkingu á helstu liðum rekstr ar- og efnahags- reikninga en ekki er ætlast til að þeir hafi tekið kúrs í bókhaldi eða fjár málum. Fyrirlesturinn verður á íslensku en glærur á ensku. Kennari Lýður Þór Þorgeirsson, MBA, B.Sc. Fyrirtækja- ráðgjöf Kaupþings Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjud. 18. nóv. 2008 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Námskeiðið flokkast undir trí lógíu í fjármálarétti sem verður haldinn í vetur. Þeir sem skrá sig á öll þrjú nám- skeiðin fá auka lega 20% afslátt. Lestur og greining ársreikn inga Á námskeiðinu verður farið yfir upp byggingu ársreikninga og grunnreglur bókhalds. Kynntar verða aðferðir og tekin raunhæf dæmi við greiningu ársreikninga, þ.m.t. kenni- tölugrein ingu. Farið verður yfir vís bendingar um rekstrar- stöðvun og gjaldþrot fyrirtækja og velt vöngum um hvenær beri að segja félag til gjaldþrotaskipta. Enn fremur verður farið yfir mikilvægi áritana stjórnenda og endur- skoðenda og ábyrgð þeirra. Að loknu námskeiði ættu þátttak endur að geta lagt mat á fjár hagsstöðu félags út frá reikn ingum og kennitölu greiningu auk þess að geta beitt öðrum aðferðum við mat á því. Kennari Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Alls 6 klst. Þriðjudagur 27. jan. og 2. feb. 2009 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 25.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 20.000,- Námskeiðið flokkast undir trílógíu í fjár mála rétti sem verður haldinn í vetur. Þeir sem skrá sig á öll þrjú námskeiðin fá aukalega 20% afslátt. Kaup og sala fyrirtækja Farið verður yfir aðdraganda og undirbúning við kaup og sölu fyrirtækja. Hver er nýting áreiðan leikakönnunar, forsendur, réttindi og skyldur kaupanda eða seljanda. Einnig verður fjallað um yfirtöku á skuldbindingum, skjalagerð og fleira. Kennari Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir hrl. hjá Lex. Staður Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Tími Þriðjudagur 20. janúar 2009 kl. 16:00-19:00. Verð kr. 20.000,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 15.000,- Námskeiðið flokkast undir trílógíu í fjármálarétti sem verður haldinn í vetur. Þeir sem skrá sig á öll þrjú námskeiðin fá aukalega 20% afslátt. Skráning er á heimsíðu félagsins, www.lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.