Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Skýrsla um gjafsókn Í framhaldi af gildistöku nýrrar reglugerðar nr. 45/2008 um gjafsókn ákvað stjórn Lögmannafélagsins að láta gera úttekt á því hvort breyt- ingar, sem fólu í sér frekari tak- markanir á gjafsókn frá því sem áður tíðkaðist, stæðust lög og ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Leitaði félagið til þeirra Hjördísar Harðardóttur, hrl. og Arnars Þórs Jónssonar, hdl., sem nýlega skiluðu af sér afar vandaðri skýrslu um efnið en úrdráttur hennar er hér í blaðinu. Stefnt er að því að taka efni skýrslunnar upp við dómsmálaráðuneytið og einnig að kynna félagsmönnum inntak hennar á félagsfundi þar sem rætt yrði um „access to justice“ á breiðum grund- velli, en með sérstakri skírskotun til gjafsóknarmálefna. Einnig hyggst félagið kynna málið fyrir fjölmiðl- um. Athugasemdir um málskostnaðar ákvarðanir Stjórn Lögmannafélagsins hefur á undanförnum árum margsinnis gert athugasemdir við ákvarðanir dóm- stóla um málskostnað en oft er lítið samræmi í málskostnaðar ákvörð- unum milli dómstóla og jafnvel innan þeirra. Hafa ákvarðanir að mati stjórnar ekki alltaf verið í sam- ræmi við ákvæði laga um meðferð einkamála. Ljóst er að úrbóta er þörf og hafa m.a komið upp hugmyndir um nauðsyn þess að settar verði leiðbeinandi reglur varðandi málskostnað í einkamálum, ekki ósvipaðar þeim sem Dómstólaráð hefur sett um þóknun fyrir verjenda- og réttargæslustörf. Í þessu sam- hengi hefur einnig verið horft til þess að nauðsynlegt sé að lögfesta reglur um málskostnað í stjórn- sýslumálum en slíkar reglur hafa ekki verið til staðar hér á landi enda þótt augljós rök standi til þess. Stjórn félagsins telur brýnt að allir þeir sem hlut eiga að máli ræði saman um leiðir til úrbóta. Hyggst stjórn félagsins setja af stað vinnuhóp til að vinna tillögur um breytingar á lögum þannig að hægt verði að ákvarða málskostnað í stjórnsýslumálum. Einfaldari málsmeðferð í fasteignagalla málum Það fyrirkomulag sem nú gildir um málsmeðferð í fasteignagallamálum hefur sætt mikilli gagnrýni, bæði af hálfu lögmanna og dómara. Stjórn Lögmannafélagsins hefur rætt um nauðsyn þess að leita leiða til að einfalda málsmeðferð, gera hana hraðvirkari, skilvirkari og ódýrari. Ákveðið hefur verið að leita eftir samvinnu við kennara og nemendur lagadeilda til að vinna að tillögum til úrbóta. Innheimtumálefni – reglugerð Alþingi hefur samþykkt sérstök innheimtulög sem taka munu gildi 1. janúar n.k. Jafnframt hefur við- skiptaráðherra boðað að sett verði reglugerð sem muni geyma nánari útfærslu á efni laganna. Stjórn Lögmannafélagsins hefur árangurs- laust reynt að fá drög þessar reglugerðar til yfirlestrar enda varða þessi mál störf lögmanna og mikil- vægt að tekið verði tillit til sjónar- miða þeirra ekki síður en sjónarmiða skuldara. Stjórn félagsins hyggst á næstunni setja saman vinnuhóp til að fylgja þessu máli betur eftir og til að gæta að hags munum lögmanna eins og efni standa til. Af vettvangi félagsins Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.