Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Eggert ranglega sakfelldur Á hvaða forsendum var mál Eggerts tekið upp og hafnað í tvígang áður en það var samþykkt? Í upphaflegum refsidómi frá 2001 urðu Hæstarétti á veruleg mistök við mat á sönnunargögnum. Meginsönnunargagn ákæruvaldsins var endurskoðunarskýrsla frá einu helsta endurskoðunarfyrirtæki landsins en það var ekki í stöðu óháðs aðila þar sem ættartengsl voru milli ríkissaksóknara og eigenda þess. Þegar málið var flutt öðru sinni fyrir dómstólum tókst að sýna fram á með aðstoð utanað- komandi endurskoðanda, sem veitti vörninni sérfræðiaðstoð, að hinu virta endurskoðunarfyrirtæki höfðu orðið á stórfelld mistök sem leiddu til þess að skjólstæðingur minn var tvíákærður fyrir sömu háttsemina. Lögreglumenn þeir sem unnu að rannsókn málsins lögðu skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins til grundvallar rannsókn sinni og treystu réttmæti hennar. Ríkis- saksóknari lagði skýrsluna til grundvallar ákæru og sönnunar- færslu fyrir dómi. Þó að vörninni hafði tekist að sýna fram á að skýrslan var í verulegum atriðum gölluð og ónothæf sem sönnunar- gagn í opinberu máli byggði Hæstiréttur samt á henni sem sönnun um sekt skjólstæðings míns um eitt atriði af þremur í ákæru. Draga verður í efa að í nokkru siðuðu ríki hefði dómstóll byggt sakaráfall á sönnunargagni sem fyrir lá að var í verulegum atriðum gallað og rangt. Slíku sönnunargagni hefði verið vikið til hliðar sem ónothæfu. Það gerði Hæstiréttur hins vegar ekki. Hann taldi að þótt gagnið væri að mestu ónothæft og hefði leitt til rangrar ákæru mætti samt sem áður notast við rifrildið af skýrslunni sem sönnunargagn til að fella sök á ákærða. Ævintýraleg rök dómara Þrívegis var leitað endurupptöku málsins en dómarar Hæstaréttar vörðust fimlega og höfðu á lofti hin ævintýralegustu rök fyrir því að viðurkenna ekki að dómstólnum hefði orðið á í messunni. Eitt helsta ágreiningsmálið var um sönnunar- gildi endurskoðunarskýrslunnar og frá fyrsta degi var bent á að málið yrði ekki dæmt á grundvelli þeirrar skýrslu. Óhjákvæmilegt væri að fram færi bókhaldsrannsókn óháðra kunnáttumanna tilkvaddra af dómstólum. Á þetta féllust dóm- stólar ekki en um það hafa þeir síðasta orðið samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. Í vörn Hæstaréttar fyrir einni endur- upptökubeiðninni voru borin fram þau rök að verjandinn hefði ekki séð til þess að slíkir menn yrðu dóm- kvaddir. Með því var leitast við að koma ábyrgð á refsidóminum á verjandann! Í þriðja sinn sem óskað var endur- upptöku var því mótmælt að þeir dómarar sem fyrr höfðu komið að málinu tækju afstöðu til beiðninnar og þess krafist, með ítarlegum rök- stuðningi, að þeir vikju sæti. Var á það fallist og töldu nýir dómarar að skilyrði endurupptöku væru uppfyllt að undangengnum svörum sérfróðra dómkvaddra manna um bókhald. Hæstiréttur skipaður fimm dómur- um, þar af fjórum varadómurum, komst síðan að þeirri niðurstöðu að Eggert Haukdal hefði með dómi Hæstaréttar árið 2001 verið ranglega sakfelldur. Í dóminum eru sönnun- ar gögn metin að nýju og jafnframt stuðst við ályktanir í mati dóm- kvaddra matsmanna. Nokkuð augljóst má telja að ekki hefði komið til sakfellingar í Hæstarétti árið 2001 ef fallist hefði verið á að fram færi rannsókn á viðkomandi bókhaldi og sú rannsókn verið gerð af óvilhöllum og sérfróðum dómkvöddum mönn- um. Ég tel reyndar að Hæsta rétti hefði verið skylt, jafnvel án kröfu frá ákærða eða verjanda hans, að kveðja til sérfróða menn til að fara yfir bókhaldið áður en dómur gekk í málinu. Hvert verður framhaldið? Rétt er að segja frá því að í hinum nýja dómi Hæstaréttar var fallist á að ríkið skyldi greiða Eggerti Hauk- dal sakarkostnað í fyrra málinu svo Viðtal við Ragnar Aðalsteinsson: Dómurum Hæstaréttar geta orðið á mistök Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttar lögmaður hefur oftsinnis á lögmannsferli sínum vakið athygli fyrir skelegga framgöngu í ýmsum mannréttindamálum. Nú síðast var hann lögmaður Eggerts Haukdal sem var sýknaður í Hæstarétti eftir að hafa fengið endur­ upptöku á máli þar sem hann var fundinn sekur um fjárdrátt árið 2001. Þar með snéri Hæstiréttur við fyrri dómi sínum en það er afar sjaldgæft að heimiluð sé endurupptaka máls fyrir Hæsta rétti.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.