Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 Í byrjun október s.l. efndi Lög­ manna félag Íslands til námsferðar á slóðir Vestur ­ Íslendinga í Manitobafylki, Kanada. Guð­ mund ur Þór Guð mundsson hdl. tók að sér að vera sagnaritari ferð­ ar innar sem 25 manns tóku þátt í. Föstudaginn 2. október var haldið til Winnipeg frá Montréal. Þegar járn- brautasamgöngur í Kanada voru í blóma á fyrstu áratugum 20. aldar var Winnipeg skiptistöð milli austur- og vesturhluta landsins. Fort Garry hótelið, þar sem hópurinn dvaldi, var reist árið 1911 að tilhlutan Kyrrahafsjárnbrautarfélagsins og þjónaði lestarfarþegum á fyrri hluta tuttugustu aldar. Lögmannsstofan Aikins Síðdegis á föstudeginum var lög- mannsstofa Aikins, MacAulay & Thorvaldson LLP heimsótt. Stofan sem var stofnuð árið 1879 er bæði sú elsta og stærsta í Manitobafylki. Fjórir lögmenn af Vestur- íslenskum ættum starfa á stofunni og tóku þrír þeirra á móti hópnum, J. Timothy Samson, Helga D. Van Iderstine og J. Douglas Sigurdson. Starfsemi stofunnar er umfangsmikil og er veitt þjónusta á flestum sviðum lögfræðinnar, bæði í Kanada og á alþjóðlegum vettvangi. Stofan er til húsa á þremur efstu hæðum hæsta skýjakljúfs Winnipeg og er útsýni þaðan yfir borgina einstakt. Þess má geta að einn lögmanna stofunnar, Guy Joubert, er nýtekinn við sem forseti kanadíska lögmanna félags- ins. Gimli Laugardaginn 4.október var farið í skoðunarferð um Nýja–Ísland. Leiðsögumaður hópsins var Vestur– Íslendingurinn Davíð Gíslason, bóndi á Svaðastöðum í Árborg og má segja að hann hafi leitt okkur í eftirminnilega ferð til fortíðar. Landnám Íslendinga í Kanada hófst 1875 og stóð fram á þriðja áratug 20. aldar. Landsvæðið liggur að vestanverðu Winnipegvatni en það er lítill hluti af víðáttumiklum sléttum Vestur–Kanada og ein- Á slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada: Ferð til fortíðar Ferðalangar ásamt Vestur-Íslendingunum david gislason og Neil bardal sem fylgdu hópnum um Nýja-Ísland og Winnipeg. 1.röð f.v.: david gisla son, Eyrún ingadóttir, Edda ólafsdóttir, Lára V. júlíusdóttir, Þorsteinn Hilmarsson, jón Rúnar Pálsson og Neil bardal. 2.röð f.v.: guðmundur Þór guðmundsson, Hanna H. jónsdóttir, Ástríður jónsdóttir, Hanna guðmundsdóttir, margrét geirsdóttir, Ragnar H. Hall, guðríður gísladóttir, Kristín briem, dögg Pálsdóttir og guðný björnsdóttir. 3.röð f.v.: maría guðnadóttir, Sigurður Sigurjónssson, guðrún margrét Hannesdóttir, inginmar ingason og margrét gunnarsdóttir. 4.röð f.v. Árni björn Valdimarsson, gestur jónsson, guðmundur Rafn bjarnason og Sigurjón H. ólafsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.