Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 landnemarnir hefðu komið fyrir sér í Kanada, reynst nýtir þjóðfélags- þegnar og margir tekist á hendur þýðingarmikil trúnaðarstörf. Skoðað var þinghús Manitoba fylkis en í garðinum er stytta af Jóni Sigurðssyni sem var afhjúpuð 1921 og er afsteypa styttunnar af Jóni á Austurvelli. Á 17. júní ár hvert er athöfn við styttuna til að minnast tengslanna við Ísland. Ekið var um hverfin sem Íslendingar bjuggu fyrstu ár landnámsins og ráku þjónustu s.s. verslun og iðnað. Að endingu var farið á skrifstofu blaðsins Lögbergs – Heimskringlu þar sem Caelum Vatnsdal tók á móti hópnum. Heimskringla kom fyrst út árið 1886 og Lögberg árið 1888. Árið 1959 voru blöðin sameinuð og kem- ur það nú út 24 sinnum á ári. Áskrifendur að blaðinu eru um 2000 talsins og er því dreift um alla Norður – Ameríku og til Íslands. Hægt er að gerast áskrifandi að rafrænni útgáfu blaðs ins á netinu. Síðdegis þáði hópurinn rausnarlegt heimboð Atla Ásmundssonar, aðal- ræðismanns Íslands í Manitoba og í framhaldi af því var snæddur kvöld- verður í steikhúsinu 529 Wellington sem er talið eitt hið besta í Kanada. Steikin þar stóðst allar væntingar. Dómstóll heimsóttur Á þriðjudagsmorgninum var dómhúsið í Winnipeg heimsótt. Kris Stefanson dómari við Court of Queen’s Bench fræddi hópinn um dómstólaskipan Manitobafylkis. Þrír dómstólar eru í dómhúsinu. The Provincial Court of Manitoba fjallar einkum um sakamál og tiltekin sifjaréttarmál sem eiga uppruna sinn utan Winnipeg. Dómarar við Provincial Court of Manitoba halda þó regluleg dómþing úti í héruðum Manitobafylkis. Í gimli er safn um sögu íslensku landnemanna en þar tók á móti okkur tammy axelson safnstjóri og bæjarstjóri í gimli. gengið var um íslenskan kirkjugarð á Heklueyju.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.