Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 25 Aðför að eignarrétti? Laganefnd setti einnig stórt spurningamerki við það hvort einhliða niðurfelling greiðslu aðlögunarnefndar á kröfuréttindum að hluta eða öllu leyti standist ákvæði stjórnarskrár. Samkvæmt frumvarpsdrögunum er slík ákvörð un möguleg án samþykkis kröfuhafa og jafnvel án aðkomu hans að ferlinu. Ræður því ekki afl atkvæða kröfuhafa eins og gildir um sam þykkt nauðasamninga skv. lögum nr. 21/1991 heldur nefnd skipuð af fram- kvæmdavaldshafa. Með þessu er verið að setja nýjan kafla í gildandi rétt um lok kröfuréttinda sem heggur nærri stjórnarskrárvörðum eignarrétti kröfuhafa, sbr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins nr. 33/1944. Um þetta var á engan hátt fjallað í athugasemdum með frum- varps drögunum en sagt að þau séu að norskri fyrirmynd án þess að þess sé getið hvernig reynslan hafi verið af þeim þar, hvort önnur úrræði eins og nauðasamningar séu til staðar í norskum rétti og hver afstaða fræðimanna og annarra hafi verið til laga setningarinnar. Taldi laganefnd að ákvæði frumvarps draganna um heimild greiðslu aðlögunarnefndar til þess að fella niður að hluta eða öllu leyti kröfu réttindi aðila einhliða, og jafnvel án samþykkis, kunni að stríða gegn ákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar og með vísan til þess væri ekki hægt að mæla með því að drögin yrðu samþykkt óbreytt. Í laganefnd eru Eva Bryndís Helga dóttir hrl., formaður, Ólafur Eiríksson, hrl., Gísli G. Hall, hrl. Sigríður Rut Júlíusdóttir, hrl, Viðar Lúðvíksson hrl., Eva Margrét Ævars dóttir, hdl. og Kristín Benediktsdóttir hdl. Lesa má umsögn nefndarinnar í heild sinni á heimasíðu félagsins: www.lmfi.is Breyting á félagatali Ný málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands Ásgeir Jónsson hrl. Pacta – málflutningur & ráðgjöf Laugavegi 99 101 Reykjavík Sími: 440-7900 Ólafur Thoroddsen hrl. Síðumúla 33 108 Reykjavík Sími: 588-1855 Ný málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Reynir Logi Ólafsson hdl. SP- Fjármögnun Sigtúni 42 105 Reykjavík Sími: 569-2071 Dagrún Hálfdánardóttir hdl. Landsspítali Eiríksgötu 5 101 Reykjavík Sími: 543-1342 Bjarki Már Baxter hdl. Málþing ehf. Ingólfsstræti 3 101 Reykjavík Sími: 861-6496 Nýr vinnustaður Ragnheiður Þorkelsdóttir hdl. Fulltingi – lögfræðiþjónusta ehf. Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Sími: 533-2050 Guðbjarni Eggertsson hdl. Lögmannsstofa Guðbjarna Eggertssonar ehf. Austurstræti 17, 6.hæð 101 Reykjavík Sími: 862-5359 Ásgeir Helgi Jóhannsson hdl. Lex lögmannsstofa Hafnarstræti 94 600 Akureyri Sími: 590-2600 Nýtt aðsetur Hilmar Gunnlaugsson hrl. Regula lögmannsstofa Egilsbraut 8 740 Neskaupstaður Sími: 580-7900 Sigurður Örn Guðleifsson hdl. Samtök verslunar og þjónustu Borgartúni 35 105 Reykjavík Sími: 511-3000 Sigurberg Guðjónsson hdl. Stórhús ehf. Bæjarlind 4 201 Kópavogur Sími: 534-2000 Lögmannsstofa Loga Egilssonar hdl. ehf. Reykjavíkurvegi 60 220 Hafnafjörður Sími: 575-7229 Lögfræðistofa Valgeirs Kristinssonar hrl. Hlíðasmára 8, 2.h.t.v. 201 Kópavogur Sími: 564-2080 Gísli Gíslason hdl. GLF ehf. lögfræðistofa Lágmúla 7 108 Reykjavík Sími: 490-9000

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.