Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.11.2008, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 3 / 2008 > 27 Í skýrslu sem Arnar Þór Jónsson hdl. og Hjördís E. Harðardóttir hrl. unnu að beiðni Lögmannafélags Íslands koma fram tillögur til breytinga á núverandi fyrirkomu­ lagi gjafsóknar. Einnig er að finna yfirlit yfir þróun íslenskra reglna um gjafsókn, dómaframkvæmd, samanburð á norrænum reglum og skoðun á Mannréttindasáttmála Evrópu. Skýrslan sjálf er birt í heild sinni á heimasíðu Lögmanna­ félagsins, www.lmfi.is, en hér á eftir er að finna helstu niðurstöður hennar. Mannréttindi og jafnræði borgaranna Gjafsóknarákvæði íslensku einka- málalaganna hafa það að markmiði að aðstoða efnaminni einstaklinga við að leita réttar síns. Byggir það á þeim stjórnarskrárvörðu grund- vallar réttindum að einstaklingar hafi aðgang að dómstólum og rétt á réttlátri málsmeðferð. Eru þessi réttindi ekki einungis varin í 1. mgr. 70. gr. stj.skr. heldur einnig í 1. mgr. 6. gr. MSE og 1. mgr. 14. gr. samn- ings um borgaraleg og stjórn málaleg réttindi. Umboðsmaður Alþingis hefur í álitum sínum lagt áherslu á mikilvægi gjafsóknar í þeim tilgangi að fyrrnefnd réttindi séu raunhæf og virk. Þegar rætt var um frumvarp til laga um gjafsókn á Alþingi árið 1907 birtist sú meginafstaða að jafnræði ætti að vera meðal borgara landsins og aðgangur þeirra að dómstólum ætti að vera sem auðveldastur. Með setningu laga nr. 91/1991 um með- ferð einkamála urðu grundvallar- Listaverkið Hlust er staðsett á vegg andspænis inngöngudyrum minni dómsals Hæstaréttar. Lögmannafélag Íslands færði Hæstarétti listaverkið að gjöf í tilefni 75 ára afmælis réttarins 16. febrúar 1995. Listaverkið er eftir Svövu björnsdóttur myndlistarmann og minnir á hlust þess sem hlýðir á málflutning. Úr skýrslu um gjafsókn: Mikilvægt að endurskoða gjafsóknarákvæði laga

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.