Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi nátt myrkr anna skín ljós. … Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. … Mikill skal höfðingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. ... Sú þjóð sem í myrkri gengur mun sjá mikið ljós. Jes. 9.1-7 Þessi spádómur gamla testa ment isins rættist í jólaguðspjallinu. Það er í senn nýtt og eilíft. Vonandi rætist spádómur Jesaja að nýju á Íslandi. Merkilegt hvað lýsingin á vel við. Sannlega búum við í landi náttmyrkranna þennan hluta ársins. Hásæti Davíðs Undanfarin ár virtist mikið ljós stafa frá hásæti Davíðs. Það reyndist mýrarljós. Flestir aðrir en arftakinn virðast sammála um að Davíð hafi reynst falsspámaður. Öfugt við Pétur, sem afneitaði Jesú þrisvar áður en haninn gól tvisvar, fæst arftakinn ekki til þess að afneita Davíð þótt hanagalið standi vikum saman. Virðist einu gilda hvað þjóðinni finnst eða hvaða fórnir hún þarf að færa vegna þrælslundarinnar. Menn hefðu getað áttað sig á þessu fyrr. Það verður seint sagt að frið urinn hafi engan enda tekið á hásæti hins íslenska Davíðs. Litla gula hænan Vonandi nær þjóðin að ganga út úr myrkrinu og sjá mikið ljós. Hátíð ljóss og friðar fer í hönd. Við fögnum fæðingu barnsins í Betlehem. Fæðing barns er sú stórkostlegasta af öllum guðsgjöfum. En fæðing barnsins í Betlehem varð einstök vegna dauða barnsins og upprisu. Upprisan er grundvöllur kristinnar trúar. Barnið fæddist til þess að deyja fyrir okkur. Taka á sig syndir okkar. Það er boðskapur stærstu hátíðar kristinna manna, páskanna. Þeir sem fara fyrir þjóðinni virðast ekki vel að sér í páskaboðskapnum. Á það jafnt við um kjörna fulltrúa og embættismenn sem leiðtoga í viðskipta­ og bankalífi. Þeir fást ekki einu sinni til þess að gangast við eigin syndum. Þeir eru betur að sér í litlu gulu hænunni, kunna helst að segja „ekki ég“. Eru þó búnir að éta brauðið og annað til. Jafnvel fræin sem nota átti til framtíðaruppskeru sem baka mætti úr. Trölli og Trína Svo fæ ég vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim. Þetta er niðurlag vísukorns sem Trölli og Trína, sparibaukapar Útvegsbankans, sungu fyrir munni sér sem þau gengu hamingjusöm út í sólsetrið frá Lækjartorgi með Útvegsbankann í baksýn. Þau voru aðlaðandi par. Stóri bróðir minn gaf mér Tröllabauk í afmælisgjöf þegar ég varð 9 ára. Trölli greyið er hins vegar týndur og tröllum gefinn; fór sína leið með bankanum sem dróst niður með sökkvandi skipa­ félagi. Jólahugvekja Fyrirgefning fæst ekki án iðrunar Gunnar Jónsson hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.