Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 7
Skipafélagið var skrifað á flot í tveimur bókum nýverið. Bækurnar voru í boði enskra og hollenskra spari­ fjáreigenda. Veruleg áhöld eru um hvort söguskýringar í þeim séu á sjó setjandi. Útgerðarmanninum skolaði á land í austri og síðan heim aftur, með fullar hendur fjár og velvild réttra manna. Féð og velvildin nýttust til bankakaupa. Bankareksturinn tókst með þeim ágætum að spurningin er helst sú hversu margar kynslóðir Íslendinga muni súpa seyðið af. Enginn bað Jón og Gunnu að gangast í sjálfskuldar­ ábyrgð fyrir bankann. Það gerðist bara – og er engum að kenna. ... og svo ráðuneytisstjórinn Ráðuneytisstjóri fór á fund í Bret landi að bjarga málum. Hann bjargaði bara sjálfum sér. Seldi bréfin í bank­ anum. Fékk fyrir ævilaun ritarans síns. Heppinn með tímasetningu. Bréfin urðu verðlaus hálfum mánuði síðar. Ráðuneytis stjóranum var svo falið að sjá um samninga við Breta, eftir hrun bankans. Vanhæfi þvældist ekki fyrir. Hann átti engin bréf í bank anum lengur. Það var nú meira lánið. Ég sé fyrir mér blessað parið, Trölla og Trínu, í ódáinslendum spari bauka sönglandi fyrir munni sér: Svo greiði ég vexti og vaxtavexti og verðbætur og gengistryggingu líka af þeim. Ljósið í myrkrinu Jólin koma senn. Daginn tekur að lengja. Síðan koma páskar og upprisan. Við þjóðinni í myrkrinu skín þá ljós. Meira ljós en við öðrum þjóðum. Með þjóðinni og landinu sem hún byggir býr kraftur til þess að rísa upp að nýju. Fyrst verður hún að losa sig við myrkrið úr sálinni. Lífið verður ekki eins og áður. Við viljum það ekki. Það var tilgangur í dauða Krists á krossinum. Hann tók á sig syndir mannanna. Dauði Krists var forsenda fyrir gefn­ ingarinnar, inntaks trúarinnar. En fyrirgefning fæst ekki án iðrunar. Hver og einn verður að líta í eigin barm, heita því að gera betur næst og fyrirgefa þeim sem fyrirgefningar leita. Fyrirgefning færir vellíðan þeim sem veitir ekki síður en hinum sem leitar. Við getum byggt nýtt samfélag á grundvelli fyrir­ gefningarinnar. Það verður betra Ísland ef við vinnum að því saman. Og með samvinnu og samhjálp tekur það skemmri tíma en við þorum að vona þessa stundina. Ég óska lögmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla árs og friðar. LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 7 Ó.R.Á.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.