Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 11 Gunnar Þór taldi rökin gegn því að íslenska ríkið bæri ábyrgð jafnframt sterk. Hann nefndi að í inngangs­ orðum tilskipunarinnar væru talaði um „ótiltæk innlán í lánastofnun“ í eintölu og að ekki væri gert ráð fyrir hruni bankakerfis í heild sinni. Sérstaklega væri vikið að stöðugleika bankakerfisins í inngangsorðunum og að fjármögnun trygginganna mætti eki stefna stöðugleika banka­ kerfis aðildarríkis í hættu. Taldi Gunnar að ráða mætti af inn­ gangsorðunum að skylda íslenska ríkisins fælist í því að koma kerfinu upp en ekki „að styðja það fram í rauðan dauðann.“ Benti hann á að í inngangsorðunum væri tekið fram að tilskipunin gæti ekki gert aðildar­ ríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðu eigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum. Þá væri ljóst að engar athugasemdir hefði komið fram við íslenska tryggingakerfið enda væri það sambærilegt við önnur kerfi og að stjórnvöld hér á landi hefðu verið í góðri trú. Gunnar Þór benti á að skýrslur Fram­ kvæmda stjórnar EB styddu þessar niðurstöður, þ.e. að kerfin réðu ekki við nema „single crisis“ hjá meðal­ stórri lánastofnun en ekki algjört bankahrun. Hugmyndin um réttarríki á viðsjárverðum tímum Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sagði í fyrirlestri sínum að það væri nokkuð ljóst að mörg og margvísleg álitaefni hefðu risið dagana á undan út frá grunnhugmyndinni um réttar­ ríkið Ísland. Einkum vörðuðu þau friðhelgi eignarréttarins, jafnræðis­ regluna sem bæði væri tryggð í stjórnarskrá og stjórnsýslurétti og lögmætisreglu og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Nefndi Oddný sem dæmi yfirtöku ríkisins á meintum eignum stórra sem smárra hluthafa í bönkunum, mismunandi meðferð kröfuhafa eftir því hvort krafa þeirra lendir á gamla bankanum eða nýja ríkis bankanum, sértæka ívilnandi aðgerð sem virðist hafa farið fram í þágu viðskiptavina ákveðinna peninga markaðssjóða og gripið var til af nýju ríkisbönkunum án laga heim ildar, mismunandi meðferð við skipta vina peninga­ markaðs sjóða eftir því hvort þeir eru á vegum nýju ríkisbankanna eða á vegum annarra fjármálafyrirtækja og mismunandi meðferð skuldara í erlendri mynt eftir því hvort þeir skulda hjá nýjum ríkisbanka eða öðru fjármála fyrir tæki. Oddný lagði áherslu á að lagfæra bæri strax þrjú atriði í ríkjandi réttar­ stöðu: Í fyrsta lagi væri réttarstaðan varðandi starfsemi á vegum skila­ nefnda gömlu bankanna allt of óljós og að meðferð eigna og skulda sem tilheyrðu gömlu bönk unum færu fram á lagalegu einskis mannslandi. Ekki lægju til grund vallar fyrir­ sjáanlegar almennar leikreglur sem kvæðu nægilega á um réttarstöðu kröfuhafa og að málsmeð ferð ar­ reglum sem giltu í framkvæmdinni væri heldur ekki lýst. Í öðru lagi þá yrði þegar í stað að huga að því að undirbyggja starfsemi nýju bank­ anna með sæmandi hætti. Stofna yrði til þeirra með lögum þar sem stjórnkerfi og innra eftirlitskerfi væri lýst og setja starfseminni starfsreglur sem byggðust á meginreglum stjórn­ sýsluréttar. Í þriðja lagi þyrfti að leggja af þann plagsið stjórnvalda að senda bein og óbein skilaboð um réttindi borgaranna út til almennings og inn til ríkisbankanna með yfir­ lýsingum á blaðamannafundum eða með einhvers konar tilmælum, án lagastoðar, án tilheyrandi lýðræðis­ legrar umfjöllunar á Alþingi og án undanfarandi mats á áhrifum skila­ boðanna í ljósi meðalhófsreglu og jafnræðisreglu. Fullt út úr dyrum Skemmst er frá því að segja að fundur lagadeildar Háskólans í Reykjavík tókst í alla staði mjög vel og var hann afar vel sóttur. Fjörugar umræður urðu um framsögur sex­ menningana og hlutu erindi þeirra nokkra athygli í fjölmiðlum. Borgar Þór Einarsson hdl. gunnar Þór Pétursson. oddný mjöll arnardóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.