Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Í nóvember sl. efndi Lög fræð­ ingafélag Íslands til hádegis­ verðarfundar um hvort milli­ dómstig myndi leysa vandann við sönnunarfærslu í sakamálum fyrir Hæstarétti Íslands. Tilefni fundarins var skýrsla nefndar á vegum dómsmálaráðuneytisins um hvernig best mætti tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu í meðferð sakamála en gagnrýnt hefur verið að ekki hafi tíðkast að fram fari skýrslutökur yfir ákærða og vitnum fyrir Hæsta­ rétti. Ríkissaksóknari, Dómstólaráð og Lögmannafélag Íslands skipuðu fulltrúa í nefndina að ósk dóms­ málaráðherra og var Ragna Árna­ dóttir, skrifstofustjóri í dóms­ og kirkjumálaráðuneytinu, formaður. Auk hennar sátu Ragnheiður Harðar dóttir, þá vararíkissaksóknari en nú settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og formaður Dómstólaráðs og Sveinn Andri Sveinsson, hæsta­ réttar lögmaður í nefndinni. Tillaga nefndarinnar Ragnheiður Harðardóttir hafði fram sögu á fundinum og sagði meðal annars að nefndin hefði komist samhljóða að þeirri niður­ stöðu að leggja til að milli dómstigi í sakamálum yrði komið á og hann nefndur Landsyfirréttur. Til dóm­ stólsins yrði áfrýjað þeim sakamálum sem nú sæta áfrýjun til Hæstaréttar en sönnunarfærsla færi þar fram á nýjan leik. Málum yrði skotið frá hinum nýja dómstól til Hæstréttar á grundvelli áfrýjunar leyfis en eftir­ leiðis myndi Hæsti réttur einungis fjalla um lagaatriði og ákvörðun refsingar. Niðurstöðu millidómstigs um mat á sönnun og sönnunargildi munnlegra framburða yrði ekki unnt að endurskoða. Öllum ágrein­ Hádegisverðarfundur Hinn nýi Landsyfirréttur Rúmlega 40 manns mættu á hádegisverðarfund Lögfræðingafélags Íslands um sönnunarfærslu í sakamálum. Ragnheiður Harðardóttir.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.