Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 17 ingsmálum varðandi réttarfar og rannsóknaraðgerðir í héraðsdómi yrði skotið til milli dómstigsins með kæru. Nefndin gerði ráð fyrir að við dóm­ stólinn myndu starfa að lágmarki sex dómarar í tveimur deildum og almennt yrði fallið frá fjölskipuðum dómi í héraði. Mál fyrir dóminum myndu verða flutt af hæstaréttar­ lögmönnum og ríkis saksóknara, og saksóknurum við embætti hans. Eftirsjá af tveggja dómstiga kerfinu Eiríkur Tómasson, prófessor, var einn af álitsgjöfum nefndarinnar og sagði að það yrði eftirsjá af tveggja dómstiga kerfinu sem væri bæði fljótvirkt og einfalt. Þótt millidómstig í sakamálum hefði marga kosti þá yrði réttarkerfið flóknara og mála­ tími lengdist og ýmis vandasöm úrlausnarefni sem tengdust slíkri réttarfarsbreytingu kæmu upp. Hins vegar sagðist hann fylgjandi því að sú stefna yrði mörkuð til frambúðar að taka upp eiginlegt millidómstig sem tæki bæði til einkamála og sakamála. Varhugavert væri að skilja á milli þessara tvenns konar mála, eins og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir, nema jafnframt verði mótuð fyrrgreind framtíðarstefna, þannig að hið nýja fyrirkomulag myndi þá aðeins gilda til bráðabirgða. Að öðrum kosti gæti svo farið að við sætum í reynd uppi með tvo áfrýj­ unardómstóla, þ.e. Hæstarétt í einkamálum og hinn nýja Lands­ yfirrétt í sakamálum. Ef millidóm­ stigið ætti einungis að vera ein­ skorðað við sakamál, þá ætti það af fyrrgreindum ástæðum að vera með takmarkaða lögsögu sem yrði fyrst og fremst bundin við áfrýjun mála þar sem niðurstaða gæti oltið á gildi munnlegs framburðar fyrir dómi. E.I. Eiríkur tómasson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.