Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Félagsdómur var stofnaður 1938 með lögum um stéttarfélög og vinnudeilur og fagnar því 70 ára afmæli sínu. Af því tilefni efndi dómurinn til málþings í samvinnu við Vinnuréttarfélag Íslands þann 21. nóvember 2008. Aðalræðumaður var Prófessor Alan Neal, University of Warwick, sem er þekktur fræðimaður á sviði vinnu­ réttar. Alan er jafnframt formaður Employment Tribunals (London Central) og stjórnar formaður The European Association of Labour Court Judges. Hann hefur skrifað bækur um evrópskan vinnurétt og setið í sérfræðinga nefndum á vegum framkvæmda stjórnar Evrópusam­ bandsins. Þá hefur hann aðstoðað kínversk stjórnvöld við uppbyggingu vinnudómstóla í Kína. Félagsdómur að norrænni fyrirmynd Forseti Félagsdóms, Eggert Óskars­ son, setti málþingið og gerði stutt­ lega grein fyrir stofnun dóms ins. Félagsdómur kom fyrst saman í Alþingishúsinu við Austurvöll 5. október 1938. Fyrirmyndin var sótt til dómstóla í vinnuréttarmálum sem stofnaðir höfðu verið annars staðar á Norðurlöndum í upphafi síðustu aldar, Den faste Voldgiftsret í Danmörku, Arbeidsretten i Oslo og Arbetsdómstolen í Svíþjóð. Eggert gat þess jafnframt að Færey­ ingar hafa nýverið komið á fót vinnudómstól sem ber heitið Fasti Gerdarrættur. Félagsdómur starfar enn á grundvelli laganna frá 1938 og samsvarandi ákvæða í lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986. Ástæðan fyrir því að dómurinn var nefndur Félagsdómur var að heitið Vinnudómstóll átti ekki upp á pallborðið á þessum tíma. Heitið var einnig talið vísa til þess að dómendur séu skipaðir í félagi en auk þriggja dómara sem skipaðir eru eftir ákvörðun hins opinbera tilnefna Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Ís lands eða viðkomandi heildarsamtök sinn hvorn dómarann. Félagsdómur hefur sérstöðu í íslensku réttarkerfi. Hann er eini starf andi sérdómstóll landsins. Dóm stóllinn er fjölskipaður sem fyrr greinir. Aðildin að máli er einnig með sérstökum hætti sem tengist því að dómstólnum er ætlað að leysa úr réttarágreiningi aðila vinnu­ markaðarins og úrlausnarefni snerta oft hagsmuni margra. Þá eru dómar og úrskurðir hans almennt endan­ legir. Að auki getur málsmeðferð verið mjög hröð ef á þarf að halda t.d. í verkfallsmálum. Dómsvald Félagsdóms er mjög takmarkað en algengast er að mál fyrir dómnum varði skilning á kjarasamningum. Slík mál er einnig hægt að reka fyrir almennum dómstólum. Hvað sem sjónarmiðum um fækkun sérdómstóla líður taldi Eggert nauðsynlegt að hafa sérdómstól á sviði vinnuréttarins, sem geti brugð­ ist skjótt við og leyst á skömm um tíma úr brýnum ágreiningsmálum milli aðila vinnumarkaðarins. Því hlutverki hafi Félagsdómur nú gegnt í 70 ár. Staða, hlutverk og framtíðarþróun vinnudómstóla Alan Neal reyndist afar skemmti­ legur fyrirlesari. Hann benti á að sérstakir vinnudómstólar væru um allan heim en með mismunandi fyrirkomulagi sem endurspeglaði pólitískar, efnahags­ og félagslegar aðstæður hvers lands. Tilgangurinn væri að mæta sérstökum þörfum aðila vinnumarkaðarins fyrir að­ gengi legan, hraðvirkan, óform­ bundinn og ódýran feril við úrlausn ágreiningsmála þeirra. Vinnudóm­ Félagsdómur 70 ára F.v. Lára V. júlíusdóttir, Einar Karl Hallvarðsson, Ásráður Haraldsson og Helgi i. jónsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.