Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 21 stólar séu afar mismunandi, nefndir, gerðardómar eða dómstólar skipað­ ar leikmönnum og/eða dómurum. Dómsvald þeirra sé einnig mismun­ andi, allt frá félagsmálum til vinnuréttar­ og vinnumarkaðs­ réttar mála, jafnréttis og almanna­ trygginga. Þríhliða nálgun Alþjóða­ vinnumálastofnunarinnar með þátttöku ríkisins, vinnuveitenda og launþega hafi víða haft áhrif á skipan dómara, t.d. hér á landi. Það vekur að mati Alans spurningar um það hvort þörf sé á sérþekkingu á aðstæðum á vinnustöðum í dóm­ inum og meiri sveigjanleika en við úrlausn annarra mála. Þá sagði hann vinnudómstóla í nútíma sam­ félagi standi frammi fyrir áskorunum. Áhrif stéttarfélaga fari minnkandi, lagasetning hafi aukist og verði sífellt flóknari. Dómsmálum fjölgi, valdsvið vinnudómstólanna hafi aukist samhliða kröfum yfir valda um sparnað og aukin afköst. Grund­ vallarskyldur vinnudómstóla, að verja sjálfstæði sitt, gegna virku hlutverki í þróun félagsmála stefn­ unnar og gæta félagslegs réttlætis megi aldrei gleymast. Eftir kaffihlé hófust umræður um okkar íslenska Félagsdóm. Hvers vegna Félagsdómur? Sú spurning var umræðuefni Hrafn­ hildar Stefánsdóttur, yfirlögfræðings Samtaka atvinnulífsins. Kom fram að á síðustu 9 árum hafi mál sem lýkur með dómi eða frávísunar­ úrskurði verið 10 meðaltali, fæst 5 og mest 17 á ári. Fyrir liggi að valdsvið Félagsdóms sem er sér­ dómstóll beri að túlka þröngt og héraðsdómi sé jafnframt rétt að meta öll atriði launakröfu og skýra að því leyti kjarasamninga. Stefnandi á því iðulega val um hvort hann fer með mál fyrir Félagsdóm. Máls­ hraðinn getur þó verið afgerandi einkanlega í verkfalls málum. Hún taldi Félagsdóm því enn gegna mikilvægu hlutverki. Opna þurfi þó fyrir endurskoðun armöguleika í málum þar sem niðurstaða velti að stórum hluta á túlkun stjórnarskrár eða mann réttinda ákvæða og falla annars utan valdsviðs Félagsdóms eða að slík mál verði einvörðungu rekin fyrir almennum dómstólum. Túlkun Félagsdóms og Hæstaréttar á félagafrelsisákvæðum stjórnarskrár Ástráður Haraldsson, hrl. og dósent við Háskólann á Bifröst, fjallaði um hugsanlegan mun á túlkun Félags­ dóms og Hæstaréttar á félagafrelsis­ ákvæðum stjórnarskrár. Sú aðstaða að Félagsdómur er æðsti dómstóll þjóðarinnar á tilteknu sviði en þarf í dómum sínum alloft að túlka ákvæði stjórnarskrár getur valdið erfið leik­ um. Sérstaklega ætti þetta við ef sú staða kemur upp að ekki sé fullt samræmi í túlkun Félagsdóms og Hæstaréttar. Ástráður nefndi m.a. í dæmaskyni deilur um túlkun for­ gangsréttarákvæða kjarasamninga og túlkun félagafrelsisákvæða stjórnarskrár út frá dómum Félags­ dóms í svokölluðum Sleipnismálum. Þá bar hann saman túlkunarstefnu Félagsdóms í Sleipnismálinu og þá stefnu sem lesa má úr nokkrum dómum Hæstaréttar. Hagsmunadómarar Lára V. Júlíusdóttir, hrl. og lektor við Háskóla Íslands, fjallaði um hlutverk þeirra dómara sem til­ nefndir eru af aðilum vinnumarkað­ arins. Tilgangurinn sé að hleypa að sjónarmiðum hagsmunaaðila þótt hlutverk þessara dómara sé það sama og annarra dómara. Þótt ekki sé gerð krafa um það lögum samkvæmt að þeir séu löglærðir hafa flestir þeirra uppfyllt dómara­ skilyrði. Hæfisreglur eru heldur ekki þær sömu og gilda um aðra dómara. Kostur þessa fyrirkomulags felst í sérþekkingu þessara aðila þótt það hafi einnig sætt gagnrýni þar sem með því sé ekki tryggt að dómurinn sé sjálfstæður og óvilhallur. Mann­ réttindadómstóllinn féllst ekki á málsástæðu þar sem jafnræði væri með aðilum um skipan í dóminn. Aldurhnigin ákvæði um málsmeðferð fyrir Félagsdómi Einar Karl Hallvarðsson, dósent við Háskólann á Bifröst, dró upp myndir af nokkrum ákvæðum laga nr. 80/1938 er varða málsmeðferð fyrir Félagsdómi. Litlar sem engar breyt­ ingar hafa orðið á þeim ákvæðum þessi sjötíu ár og þau varðveita að mörgu leyti eldri sjónarmið um meginreglur réttar fars. Má þar nefna skipan dómsins og dómenda, kröfur F.v. alan Neal og Eggert óskarsson.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.