Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 24

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 24
24 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Það er í sjálfu sér ekki flókið ferli að ná sér í málflutningsréttindi hér á landi. Ljúka þarf meistaragráðu í lögum og standast svo próf á svokölluðu hdl. námskeiði. Síðan getur fólk farið að flytja mál. Hjá nýjustu bestu vinum okkar, Eng­ lend ingum, er málið eilítið flóknara. Þar eru menn reyndar annað hvort „solicitors“ (lögmenn) eða „barrist­ ers“ (málflutningsmenn). Þeir sem vilja verða „barristers“ þurfa fyrst að ljúka prófi frá háskóla í svokallaðri fyrstu gráðu í lögum eða ef þeir eru með háskólapróf í einhverju öðru fagi en lögfræði, þá verða þeir að ljúka tilteknum námskeiðum í lögfræði. Síðan þurfa þeir að ljúka svokölluðum „Bar Vocations Course“, BVC, en upp á slíkt nám er boðið í hinum ýmsu háskólum í Englandi. Til þess að komast inn á BVC þurfa menn áður að vera búnir að fá inni hjá einhverjum af svo­ kölluðum „Inns of Courts“. Þessar „Inns of Courts“, eða reglur, eru fjórar í Englandi, „the Middle Temple“, „the Inner Temple“, „Gray´s Inn“ og „Lincoln´s Inns“. Eftir að hafa komist inn í reglu og hafa lokið BVC þá þurfa væntanlegir barristerar einnig að ljúka 12 svo­ kölluðum „Qualifying Sessions“, sem eru aðallega kvöldverðir sem snæddir eru hjá þeirri reglu sem væntanlegir barristerar tilheyra. Það kann að hljóma sérkennilega að þurfa að snæða 12 kvöldverði til að verða málflutningsmaður en þessir kvöldverðir eru oftast tengdir við fyrirlestra, málflutningsæfingar eða kappræður á vegum reglunnar. Það hlýtur líka að vera skemmtilegra að borða kvöldmat en að sitja í mis­ skemmtilegum fyrirlestrum á íslenska hdl. námskeiðinu. Þá þjóna kvöldverðirnir einnig þeim tilgangi að nemendur kynnast hver öðrum sem og eldri og reyndari barristerum en þeir eru duglegir við að sækja þessa kvöldverði. Reglurnar eru þannig eins og nokkurs konar einka klúbbar. Eftir að laganemarnir hafa lokið þessum 12 kvöldverðum eru þeir kallaðar til starfa („called to the Bar“) við hátíðlega athöfn, þar sem þeir skrýðast hárkollum og skikkjum í fyrsta sinn. Að því loknu þurfa þeir að fá námsvist hjá einhverri mál­ flutningsstofu („Chambers“). Það getur verið mjög erfitt að komast að hjá stofunum. Það er því langur og strangur gangur að því að verða barrister í Englandi. Upphaf reglnanna Reglurnar fjórar eiga rætur sínar að rekja allt til musterisriddaranna á krossfarartímunum. Smám saman tóku lögfræðingar reglurnar yfir og á 16. öld höfðu þessar fjórar reglur þjappað sér saman á tilteknu land­ svæði á norðurbakka Thames ár í Lundúnaborg. „the Middle Temple” byggði mikla byggingu yfir starfsemi sína á 16. öld. Lokið var við bygg­ inguna árið 1570 og gaf Elisa bet I Englandsdrottning viðarplanka sem notaðir voru í langborð sem enn er snætt við. Byggingin þykir einhver sú fallegasta frá tímum Elísabetar I. Drottningin snæddi þarna iðulega og Þrettándakvöld William Shake­ speare var frumsýnt í hátíðarsal byggingarinnar árið 1602. Árið 1608 gaf Jakob I Englands konungur „the Middle Temple“ og „the Inner Temple“ landsvæðið við Thames þar sem reglurnar höfðu aðsetur. Landið var gefið með tveimur skilyrðum; að það yrði nýtt til að viðhalda menntun lög fræðinga, og til að uppfræða laga nema, og auk þess áttu reglurnar að annast og varðveita kirkju sem stóð á landinu og stendur þar enn. Það þarf ekki að fjölyrða um það að reglurnar hafa haft þessi skilyrði í heiðri en 400 ára Af barristerum og reglubræðrum í London Þórunn Guðmundsdóttir, hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.