Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 25 afmælis gjafar Jakobs I er minnst nú í ár. Meðal annars heimsótti Elísabet II Eng lands drottning reglurnar síðastliðið vor til að kanna hvort þessi 400 ára gömlu skilyrði hefðu verið uppfyllt. Eftir rannsókn drottn­ ingar var niðurstaðan sú að svo hefði verið og fengu reglurnar afhend viður kenningarskjöl því til staðfestingar. Íslenskur hryðjuverkamaður í hátíðarkvöldverði Svo sem áður sagði hafa reglurnar verið að minnast gjafarinnar allt árið. Hjá „the Middle Temple“ náðu hátíðahöldin hámarki 30. október síðastliðinn á svokölluðum „Grand Day“ reglunnar. „the Middle Temple“ getur státað sig af hinni aldagömlu byggingu, „the Middle Temple Hall“, en bygging sem hýsir „the Inner Temple“ er ekki „nema“ frá 19. öld. Ég var svo lánsöm að fá boð um að þátttöku í hátíðarkvöldverðinum 30. október síðastliðinn hjá „the Middle Temple“. Forseti reglunnar, sem kallast „Master Treasurer“, og kosinn er til árs í senn, bauð til kvöld verðarins 34 sérstökum boðs­ gestum. Jafnframt sátu kvöldverðinn um 200 aðrir gestir, reglubræður og laganemar sem voru að á leiðinni að verða barristerar. Það þarf ekki að hafa mörg orð um það að engir eru betri en Bretar í að heiðra og viðhalda fornum hefðum. Enskir dómarar og barristerar eru til dæmis í miklu flottari skikkjum við málflutning en við og svo eru þeir með hárkollur, sem sjálfsagt a.m.k. sumir karlkynskollegar mínir myndu fagna. Boðskortið í hátíðarkvöldverðinn var mjög formlegt og barst mér í marsmánuði síðastliðnum. Mér varð síðan ekki um sel þegar ég renndi augum yfir gestalistann, allir virtust hafa titla á undan nafninu sínu. Það var Lord eða Lady hitt og þetta, Sir, Dame, the Right Honorable, auk þess sem lögreglustjóri Lundúna­ borgar var á listanum, einn flug­ marskálkur og þýskur greifi. Þórunn Guðmundsdóttir hljómaði ósköp flatt og „án titils“. Svo var ég íslenskur hryðjuverkamaður í þokka bót og það í miðri Icesave deilunni við Breta. Allar áhyggjur mínar af því að ég yrði fyrir aðkasti vegna þjóðernis reyndust tilhæfu­ lausar. Að sjálfsögðu voru gestirnir allir saman gildir íhaldsmenn og þeim er jafnvel enn verr við Gordon Brown en okkur Íslendingum. Mér leið strax vel. Á boðskortinu var tekið fram að klæðast skyldi „white tie with decorations“ eða kjólfötum með orður. Engar átti ég orðurnar og taldi að verðlaunapeningur fyrir að lenda í fjórða sætinu í Flóa­ hlaupinu forðum daga væri senni­ lega ekki viðeigandi. Fyrir utan það að medalían fór ekki nógu vel við kjólinn sem ég var í. Það var hliðar­ halli á sumum veislugesta, svo mjög svignuðu þeir undan orðunum. „Blingið“ hjá „gangsta­röppurum“ í New York var ekkert við hliðina á því sem þessir náungar voru með. Serimóníur og Sunnusalur Þegar gengið var í salinn tók á móti manni stallari í skósíðri skikkju með mikinn silfurskjöld framan á sér og atgeir einn mikinn í hendinni. Atgeir inn var keyrður í gólfið í þrí­ gang og svo var tilkynnt hver væri að ganga í salinn. Reglulega gerði stallarinn hlé á málsverðinum með því að keyra atgeirinn í gólfið svo unnt væri að fara með borðbæn, skála fyrir drottningunni, fjölskyldu hennar, o.fl. Eitt sinn var skálað fyrir „domus“, það þýddi að skálað var fyrir fjarstöddum reglubræðrum, þ.e.a.s þeim sem sátu heima. Þá voru við og við þeyttir lúðrar, langir og mjóir, sem ég hélt að aðeins væri til sem leikmunir í kvikmyndum sem gerast eiga á miðöldum. Vínkjallari „the Middle Temple“ er þekktur fyrir að geyma hreinar gersemar og þar er engin frysting inneigna heldur er reglulega tekið út. Þátttakendur í kvöldverðunum virtust hafa mjög gaman af seri­ món íunum. Þeir tóku sjálfa sig mátu lega hátíðlega og gerðu góðlátlegt grín að öllu saman með góðum breskum húmor. Ekkert var hins vegar eins fjarri þeim og að fella þessar hefðir og venjur úr gildi. Þetta kvöld var verið að halda í heiðri mörg hundruð ára gamlar hefðir, í aldagömlu húsi. Allt var þetta gert áreynslu­ og tilgerðarlaust. Í þessu umhverfi var þetta við hæfi. Þetta hefði ekki hins vegar alls ekki passað á aðalfundi LMFI í Sunnu­ salnum á Hótel Sögu. Ekki slæmir borðfélagar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.