Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 > 27 aðarákvarðanir í einkamálum engin áhrif á gjaldtöku lögmanna sem vinna í þessum málum, hvorki á tíma­ gjaldið né fjölda tíma sem rukkaður er. Málskostnaðarákvarðanir breyta því ekki hvað lög­ menn fá greitt fyrir sína vinnu, heldur því einu hvað umbjóðendur þeirra, sem þó vinna mál í öllu verulegu, sitja uppi með mikið af málskostnaðinum. Það viðhorf að dómarar séu með einhverjum hætti að tempra hvað lögmenn fái greitt fyrir sína vinnu, ef það er á annað borð til staðar, byggist því á grund vallar­ misskilningi um viðskipti lögmanna og umbjóðenda þeirra, og þá jafnframt á tilurð og tilefni gagnrýni lögmanna á málskostnað arákvarðanir í einkamálum. Það eru önnur atriði en málskostnaðarákvarðanir sem ráða gjaldtöku lögmanna, það er að segja rekstrar­ kostnaður og arðsemiskröfur hvað tímagjaldið varðar og umfang málsins hvað tímafjöldann varðar. Hvað tímagjald lögmanna varðar vil ég sérstaklega benda dómurum á, að til að hafa einhvern samanburð við eigin störf, mættu þeir að ósekju afla sér upplýsinga um hvað kostar að reka þann dómstól sem þeir starfa hjá, ekki bara þeirra eigin laun, heldur allur rekstrar­ kostnaður, svo sem húsnæðiskostnaður, laun aðstoðar­ manna og ritara, bókhaldskostnaður, tölvukostnaður og hvað annað sem til þarf. Ímynda sér svo að dómararnir séu þeir starfsmenn dómstólsins sem hafi stöðu lögmannsins, s.s. að þeirra vinna sé sú sem sé útseld, og deila svo öllum þessum rekstarkostnaði á þann hluta vinnustunda dómara sem fer beinlínis í vinnu við meðferð dómsmála. Hvert ætli slíkt ímyndað tímagjaldið yrði þá? Ætli það yrði sambærilegt eða jafnvel margfalt hærra en tímagjald lögmanna? Og þá erum við ekki einu sinni farin að hugsa um ásættanlega arðsemiskröfu sem allur einkarekstur grundvallast á. Ég hef líka heyrt því fleygt að þessi framkvæmd byggist á þeirri réttarpólitísku skoðun að krafan um að aðilar komist skaðlausir frá dómsmálum eigi ekki rétt á sér. Hér sé um að ræða áhættu sem sé hluti af venjulegu lífi. Ég get vel skilið það sjónarmið sem og fleiri lögmenn. Það breytir því þó ekki að þetta er ekki það viðhorf sem birtist í lagatextanum, og þá vakna upp enn aðrar spurningar og annað eilífðar deilumál, það er að segja um það sem sumir kalla lagasetningarvald dómara. Ágætu dómarar. Lögmannafélagið ákvað fyrr á þessu ári að gera eitt­ hvað meira heldur en að kvarta bara sífellt undan máls­ kostn aðarákvörðunum. Félagið sendi Dómstólaráði bréf í síðustu viku og óskaði eftir því að settar yrðu leið­ beiningarreglur um málskostnaðarákvarðanir. Fyrirmyndin af þessari lausn eru þær viðmiðunarreglur sem hafa verið í gildi um árabil um málsvarnarlaun í opinberum málum og þóknun fyrir réttargæslu brota­ þola í slíkum málum. Þrátt fyrir að lögmenn séu ekki á einu máli um rétt­ mæti slíkra reglna eða þær fjárhæðir sem notast er við sem tímagjald, þá eru félagsmenn sem stunda störf á þessu sviði almennt sammála um að tilkoma þessara reglna hafi leitt til mun betra vinnulags og meira sam­ ræmis í ákvörðunum héraðsdómstólanna. Verður því að líta svo á að setning þessara reglna hafi verið mikið framfaraspor og því leyfði stjórn Lögmannafélagsins sér að ljá máls á því að leiðbeiningarreglur yrðu einnig teknar upp við ákvörðun málskostnaðar í einka málum. Með smíði leiðbeinandi reglna um ákvörðun máls­ kostnaðar telja lögmenn að tryggja mætti betur samræmi milli málskostnaðarákvarðana í sambærilegum málum og auka megi gagnsæi kostnaðar við máls meðferð fyrir dómstólum landsins. Það er einlæg von stjórnar Lögmannafélagsins að þessi málaumleitan fái athygli og umræður sem skyldi í ykkar ágæta hópi.“

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.