Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.12.2008, Blaðsíða 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Afnám þagnarskyldu brot gegn stjórnarskrá Laganefnd LMFÍ gerir alvarlegar athugasemdir við að vikið sé undantekningarlaust frá þagnarskylduákvæðum laga. Í framkomnu frumvarpi er að finna ákvæði sem skyldar sérhvern þann sem krafinn er um upplýsingar að afhenda rannsóknarnefnd þær, enda þótt þær séu háðar þagnarskyldu. Þagnarskylduákvæði í lögum eru oftast lögfest til staðfestingar stjórnarskrárvörðum réttindum. Með því að afnema þagnarskyldu undantekningalaust í öllum tilfellum er næsta víst að frumvarpið brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrár. Þar að auki brýtur frumvarpið í óbreyttri mynd gegn meginreglunni um stjórnskipulegt meðalhóf. Mannréttindi sakborninga Þá gerir laganefnd alvarlegar athugasemdir við það að skylda til að láta nefndinni í té upplýsingar sé yfirsterkari þagnarskylduákvæði lögmannalaga. Samkvæmt frumvarpinu er einstaklingi heimilt að neita að svara spurningum nefndarinnar ef svar hans felur í sér viðurkenningu á sök. Það ákvæði frumvarpsins yrði með öllu merkingarlaust ef nefndin gæti þá snúið sér að lögmanni sama einstaklings og krafið hann svara við sömu spurningum. Samkvæmt 22. gr. nr. 77/1998 ber lögmaður þagnarskyldu um hvaðeina sem honum er trúað fyrir í starfi sínu. Sú skylda að gæta trúnaðar er slíkur hornsteinn réttinda sakborninga að ef hún er fyrir borð borin væri gróflega brotið gegn mannréttindum þeirra. Með afnámi þagnarskyldu lögmanna er þeim gert ókleift að sinna starfi sínu og er beinlínis gert, að viðlagðri allt að tveggja ára fangelsisrefsingu, að brjóta mannréttindi á skjólstæðingum sínum. Með þessu er einnig vegið að mjög mikilvægri stoð réttarríkisins sem er trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings. Ef frumvarpið yrði óbreytt að lögum væri líklegt að íslenska ríkið teldist brjóta gegn ákvæði 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu þar sem sakborningum væri ekki lengur tryggð réttlát málsmeðferð fyrir dómi. Þagnarskylda lögmanna og trúnaðarsamband við skjólstæðinga sína er fyrst og fremst til staðar til að verja mannréttindi en ekki í þeim tilgangi að aðstoða sakamenn til að hylja yfir meintan glæp. Þar með eru stoðir dómskerfisins varðar en réttarvörslukerfi þar sem vikið er frá og brotið gegn mannréttindum er einskis virði. E.I. Veist að þagnarskyldu lögmanna Nýlega fengu lögmenn senda ítarlega umsögn laganefndar LMFÍ um frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða. Þar gerir laganefnd alvarlegar athugasemdir við frumvarpið og telur að þrátt fyrir háleit markmið um að rannsóknarnefnd skuli finna sannleikann, þá megi ekki tefla í tvísýnu grundvallarmannréttindum samkvæmt stjórnarskránni og mannréttindasáttmála Evrópu. Umsögn laganefndar er í heild sinni á heimasíðu LMFÍ en hér verður þeim kafla umsagnarinnar sem fjallar um þagnarskyldu lögmanna gerð skil. Umsögn laganefndar

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.