Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Ég hef ítrekað fjallað um hlutverk Lögmannablaðsins og efnisval í þessum pistli. Efni blaðsins ræðst þó að miklu leyti af málum og atburðum líðandi stundar og því starfi sem unnið er á vettvangi Lögmanna­ félagsins. Þar leggja lögmenn sem sæti eiga í stjórnum og nefndum félagsins fram mikið starf í þágu hagsmuna allra félagsmanna ásamt starfs­ mönnum. Tilgangurinn er, eins og fram kemur í lögum Lögmannafélagsins, að gæta hagsmuna lögmanna stéttarinnar, stuðla að framþróun réttarins og réttaröryggis svo og samheldni og góðri sam­ vinnu félagsmanna auk þess að standa vörð um sjálfstæði lögmannastéttarinnar og sinna lögboðnu eftirlits­ og agavaldi. Aldrei má slaka á vönduðum vinnu bröðgum eins og formaður félagsins bendir réttilega á í pistli sínum þar sem hann gerir frostið í íslensku og efnahags­ og viðskiptalífi að umtalsefni. Hagsmunagæsla lögmannsstéttarinnar er ekki eingöngu fólgin í formlegum umsögnum til stjórnvalda. Skoðanir og þarfir lögmanna þurfa líka að koma fram með beinum hætti. Lögmannablaðið er kjörinn vettvangur til þess eins og aðsendar greinar lögmanna í þessu tölublaði um greiðslur fyrir réttargæslu og bakvaktir lögmanna bera vitni um. Eins má benda á grein um gagnagrunna sem tekur undir og bætir við umfjöllun um sama efni í síðasta tölublaði auk greinar um íslenskt réttar­ farsmál fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Slík umfjöllun er í anda áðurgreindra markmiða Lögmannafélagsins. Í blaðinu eru einnig jafnaðarlega birtar frásagnir af störfum félagsins. Það er þó mín skoðun að stjórnendur Lögmannafélagsins geti nýtt blaðið betur sem fréttavettfang, með léttari og beinskeyttari fréttum af þeim viðfangsefnum sem verið er að fást við og varða hagsmuni lögmanna á hverjum tíma. Afstaða Lögmannafélagsins komi t.d. skýrar fram í fréttum af störfum þess. Blaðið ásamt vef félagsins á að mínu mati að vera virkur vettvangur til að koma skoðunum og áherslum Lögmannafélagsins á framfæri bæði gagnvart félagsmönnum og öðrum. Ýmislegt má læra t.d. af danska lögmannablaðinu. Þar er það talið blaðinu til ágætis að iðulega sé vitnað til þess sem þar kemur fram í öðrum fréttamiðum. Nú á tímum „lobbyisma“ þurfa hagsmunasamtök eins og Lögmannafélagið að eiga virkan fréttamiðil. Þetta er níunda tölublaðið undir minni ritstjórn og um leið það síðasta. Um leið og ég þakka félögum mínum í ritstjórninni og síðast en ekki síst blaða­ manninum, Eyrúnu, fyrir frábært samstarf óska ég nýrri ritstjórn allra heilla. Frá ritstjórn Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.