Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 11 Ekki hefur tíðkast hérlendis að lögmenn standi upp þegar þeir ávarpa dómara en sú venja er viðtekin í engilsaxnesku réttarfari. Má velta því fyrir sér hvort æskilegt sé að taka upp þann samskipta máta við aðalmeðferð máls. Sú regla er hins vegar viðtekin hérlendis að lögmenn standi upp þegar dómari gengur í og úr dómsal. Góður siður er og að lögmenn kynni sig fyrir dómara þegar þeir mæta hjá honum fyrstu skiptin. Þá er stundvísi dyggð sem lögmönnum, jafnt sem öðrum, ber að temja sér. Farsímar og drykkjarvatn Með tilkomu farsíma koma upp vandamál vegna hringinga í dómsal og því áríðandi að lögmenn gæti þess að slökkva á slíkum tólum áður en inn er gengið. Auk þess sem hringingar í dómsal eru ærið hvimleiðar geta þær truf lað hljóðupptökur. Í dómsölum stendur lögmönnum, aðilum og vitnum drykkjarvatn til boða. Þar sem nokkuð var farið að bera á því í Héraðsdómi Reykjavíkur að lög­ menn tækju með sér drykkjarföng í dómsal var nýlega tekið fyrir slíkt í dóminum og tilkynning þess efnis hengd upp í lögmannaherbergi. Traust á dómstólum Dómsalur er sameiginlegur vett­ vangur dómara og lögmanna og því afar brýnt að gagnkvæm virðing ríki þar milli þessara fagstétta. Þá þykir rétt að benda á mikilvægi þess að lögmenn sýni hvor öðrum hæfilega virðingu í dómsal og til fyrirmyndar er að þeir takist í hendur að loknum málflutningi. Undirstrikar það að ekki er um persónulegt deilumál milli lögmanna að ræða heldur eru þeir að þjóna hagsmunum skjól­ stæðinga sinna. Áríðandi er að þinghöld fari vel fram, gætt sé að formbundnum samskiptum og þau hafi þann blæ yfir sér sem nauð­ synlegur er til að skapa traust almennings á dómstólum. Fara þar saman hagsmunir dómara og lögmanna. Að lokum ber að taka fram að samskipti lögmanna og dómara hafa almennt gengið vel og verður svo vonandi áfram.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.