Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 15
Í 36. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála (oml) segir að lögreglu sé skylt að verða við ósk sakbornings um að til­ nefna verjanda ef sakborningur hefur verið handtekinn í þágu rannsóknar opinbers máls. Til­ nefn ing lögreglu fellur svo sjálf­ krafa úr gildi ef sakborningur er látinn laus eða er leiddur fyrir dóm. Í 44. gr. oml. kemur fram að dómari ákvarði þóknun verjanda í einu lagi ef sá sem hefur verið tilnefndur sem verjandi sakborn­ ings er síðan skipaður til að gegna því starfi en að öðrum kosti skuli lögreglustjóri eða löglærður fulltrúi lögreglustjóra ákvarða þóknun tilnefnds verjanda. Þókn­ un verjanda greiðist úr ríkis sjóði og telst til sakar kostnaðar. Þessi ákvæði oml. eru liður í því að tryggja sakborningi réttláta máls­ meðferð, sbr. 70. gr. stjórnar­ skrárinnar og 6. gr. mann rétt inda­ sáttmála Evrópu svo eitthvað sé nefnt. Réttur sakbornings til að njóta aðstoðar verjanda þegar hann hefur verið handtekinn í þágu rannsóknar opinbers máls er skýr og ótvíræður. Íslenska ríkið hefur undirgengist þá skyldu á alþjóðavettvangi að tryggja sakborningi ákveðin lágmarks­ réttindi en í c. lið 3. mgr. 6. gr. mann réttindasáttmála Evrópu kem­ ur fram að sakborningur eigi rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð hafi hann ekki efni á að greiða fyrir aðstoð ina. Það er því ljóst að sú skylda hvílir á íslenska ríkinu að tryggja lög mönn­ um greiðslur fyrir störf þeirra í þágu sakborninga hvað sem líða kann síðari endur kröfurétti. Verklag það sem myndast hefur hjá lögreglustjóranum á höfuð borgar­ svæð inu varðandi greiðslur til lög­ manna sem til nefnd ir hafa verið verjendur á rann sóknarstigi er hvim leitt svo ekki sé fastar að orði kveðið. Þar virðist vera litið svo á að lögmenn sem hafa verið tilnefndir sem verjendur við rannsókn mála eigi ekki rétt á því að fá greitt fyrir störf sín fyrir en rannsókn er lokið og formleg ákvörðun hefur verið tekin um framhald málanna. Þetta verklag er beinlínis í andstöðu við áðurnefnda 36.gr. oml þar sem starfi verjandans lýkur ef sakborningur er látinn laus eða er leiddur fyrir dóm og hlýtur verjandinn þar með að eiga að gera reikning vegna starfa sinna þegar þeim er lokið. Það er síðan algerlega undir hælinn lagt hvor sami verjandi heldur áfram með málið á síðari stigum rann­ sóknar eða fyrir dómi. Ef sakborn­ ingur er strax leiddur fyrir dómara er viðkomandi lögmaður skipaður verjandi og þá gegnir allt öðru máli með málsvarnarlaun, en þau eru þá greidd af héraðsdómi. Þar sem rannsókn mála getur dreg­ ist mánuðum eða jafnvel árum saman gefur augaleið að þessi framkvæmd hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er með öllu ótæk. Hún er heldur ekki í samræmi við það sem gengur og gerist hjá öðrum lögreglustjóraembættum í landinu. Þar eru reikningar lög­ manna sem tilnefndir hafa verið sem verjendur á rannsóknarstigi greiddir hratt og örugglega og þegar máli er vísað til dóms er kostnaður tilgreindur sem sakarkostnaður á rannsóknarstigi. Sjálfstætt starfandi lögmenn geta ekki tekið að sér að vera lánastofn­ anir fyrir lögreglustjórann á höfuð­ borgarsvæðinu og íslenska ríkið. Það hvílir skýr og ótvíræð lagaskylda á þessum aðilum að tryggja lög­ mönnum sem tilnefndir hafa verið sem verjendur sakbornings á rann­ sóknarstigi greiðslur fyrir störf sín. Þá skyldu ber að uppfylla. Réttur sakbornings og skyldur ríkisins Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hdl. LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 15

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.