Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Þann 6. desember 2007 var kveðinn upp dómur í Mann­ réttindadómstóli Evrópu í máli gegn íslenska ríkinu í kjölfar hæstaréttardóms nr. 214/2003, Súsanna Westlund gegn Bjarna Ómari Guðmundssyni. Málavextir Það mál varðaði galla í fasteigna­ viðskiptum við sölu á fasteign í Reykjavík vorið 1999. Seljandi hafði skipt um þakskífur að hluta á 50 ára gömlu húsi sínu áður en sala fór fram. Í söluyfirliti var þess getið að skipt hefði verið um þakskífur en ekki að það hefði aðeins verið gert að hluta. Kaupandi taldi að í sölu­ yfirliti fælist að skipt hefði verið um allar þakskífurnar. Seljandi taldi kaupanda hafa kynnt sér vel ástand hússins þar sem hann hafði fengið það afhent nokkrum vikum áður en kaupsamningur var undirritaður og á þeim tíma haft menn í vinnu vegna endurbóta úti og inni. Kaupandi fékk viðurkennt með héraðsdómi þann 16. apríl 2003 að hann hefði mátt treysta því að skipt hefði verið um allar þakskífurnar og fékk dæmdar fullar bætur vegna þessa galla. Seljandi vildi ekki una héraðsdómi og áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Málinu áfrýjað til Hæstaréttar Áfrýjunarstefna var gefin út og birt með tilskildum hætti og áfrýjanda veittur lögbundinn frestur til að útbúa gögn málsins. Jafnframt var stefnda veittur frestur til sama tíma til að tilkynna Hæstarétti hvort hann tæki til varna. Við þingfestingu málsins fyrir Hæstarétti þann 26. júní 2003 lagði áfrýjandi fram greinargerð sína og endurrit máls­ gagna sem lögð voru fram í héraði. Stefndi tilkynnti ekki að hann mundi taka til varna fyrir Hæstarétti og var þar með komin upp sú staða sem greinir í 3. mgr. 158. gr. laga númer 91/1991 um meðferð einka­ mála en 1. mgr. 158. gr. hljóðar svo: „1. Nú hyggst stefndi skila greinargerð í máli, og skal þá bréfleg tilkynning hans um það berast Hæstarétti innan frests sem honum var settur í þessu skyni í áfrýjunar stefnu. Þegar mál er þingfest ákveður [skrifstofa Hæsta­ réttar]1) stefnda frest í fjórar til sex vikur til að skila greinargerð og sendir honum eintak af málsgögnum áfrýj­ anda. Áfrýjanda skal tilkynnt um þann frest sem stefnda er veittur.“ 3. mgr. laganna er svohljóðandi: „3. Berist Hæstarétti ekki tilkynning skv. 1. mgr. eða skili stefndi ekki greinargerð innan þess frests sem honum hefur verið settur skal litið svo á að hann krefjist staðfestingar héraðsdóms. Skal málið þá dómtekið, en fyrst má þó veita áfrýjanda skamman frest til að ljúka gagnaöflun sem hann hefur boðað í greinargerð. Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu á grundvelli fyrirliggjandi gagna án munnlegs flutnings.“ Ferill málsins fram að dómsuppkvaðningu Þegar hér var komið átti lögmaður áfrýjanda samskipti við skrifstofu­ stjóra Hæstaréttar um áhrif þess að stefndi nýtti sér ekki rétt sinn sam­ kvæmt 158. gr. einkamálalaga og óskaði áfrýjandi að flytja málið skriflega, enda væri málið engan veginn tilbúið til dóms á grundvelli áfrýjunarstefnu og greinargerðar áfrýjanda fyrir Hæstarétti. Lögmanni áfrýjanda var af því tilefni tjáð að það væri skilningur Hæstaréttar á 3. mgr. 158. gr. einkamálalaga að ekki væri heimilt af hálfu áfrýjanda að flytja málið, hvorki munnlega né skriflega. Ekki kæmi heldur til greina að skila nýrri greinargerð. Íslenskt réttarfar fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu Valgeir Kristinsson, hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.