Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 18

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 18
18 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 18 Íslenska ríkinu var gert að greiða kæranda málskostnað vegna reksturs málsins ytra, 18.000 evrur auk skatta og vaxta og miskabætur 2.500 evrur. Íslenska ríkið var sýknað af kröfu um greiðslu skaða­ bóta. Málið var dæmt í „Third section“ fyrir Mannréttindadómstólnum og er kæranda heimilt að óska eftir að málið fari fyrir „The Grand Chamber“ sem er áfrýjunarstig innan dómsins og það mun væntan­ lega verða gert vegna skaðabóta­ kröfunnar. Lokaorð Undirritaður vill í lokin nefna að ekki verður hjá því komist að undrast nánast óyfirstíganlega hindrun í rekstri mála eins og þess sem hér er rakið við að fá dæmdar skaðabætur þrátt fyrir viðurkennd mannréttindabrot. Mannréttindadómstóllinn er afar tregur til að dæma einstaklingi skaðabætur svo sem sjá má af dómaframkvæmd, þ.e. þegar reglur um málflutning og málskot eru brotnar. Það skýrist af því sjónarmiði, sem dómstóllinn hefur tekið upp, að hann telur að með því að dæma skaðabætur setji hann sig í spor áfrýjunardómstólsins eins og málið hefði verið munnlega flutt þar. Þarna tel ég Mannréttindadómstólinn hafa sett sig í nokkra sjálfheldu. Eðlilegra væri að dæma sanngjarnar bætur ef ríki brýtur mannréttinda­ reglur gagnvart þegni sínum og láta viðkomandi ríki bera hallann og tjónið vegna óvissunnar. Að óbreyttu fær Súsanna Westlund, kærandi í málinu, nafn sitt skráð í réttarsöguna. Hún hefur fengið íslenska ríkið dæmt fyrir mannrétt­ inda brot og fær sjálf lítilsháttar miskabætur en ber hinn fjárhagslega skaða sjálf. Hún ryður samt brautina og aðrir þurfa væntanlega ekki að líða í framtíðinni fyrir ranglæti núgildandi 158. gr. einkamálalaga auk þess sem málið mun væntanlega leiða til fleiri breytinga á réttar­ farslögum. Fyrir þá sem vilja skoða dóminn í heild, sjá: http://cmiskp.echr.coe.int Vorið 2007 réð lögmannsstofan Tort pólskan lögfræðing til starfa, Önnu Kubs. Tort er dótturfélag Forum lögmanna og hefur afmarkað verksvið sitt við að annast innheimtu bóta vegna líkamstjóna. Talið er að um 10.000 Pólverjar búi á Íslandi, auk fjölmargra annarra Austur Evrópubúa. Að sögn Helga Birgissonar, eins eigenda stofunnar, er verið að koma til móts við þennan stóra hóp. Anna Kubs hefur búið á Íslandi í nokkur ár. Hennar starf er fyrst og fremst aðstoða þá útlendinga sem til lögmannstofunnar leita vegna umferðar­ og vinnuslysa. Auk auk pólsku talar Anna íslensku, ensku og þýsku. Námskeið til öflunar réttinda til að vera héraðs­ dómslögmaður stendur nú yfir og er þetta í tíunda skiptið sem slíkt námskeið er haldið á s.l. níu árum. Alls eru 37 þátttakendur skráðir á nám skeiðið í ár, þar af tíu sem ekki luku námskeiðinu á síðasta ári með fullnægjandi hætti. Gert er ráð fyrir að námskeiðinu ljúki í maí n.k. Pólskur lögfræðingur á íslenskri lögmannsstofu Lögmannanámskeið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.