Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 30

Lögmannablaðið - 01.03.2008, Blaðsíða 30
30 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Minningarmót um Bobby Fischer var haldið í salarkynnum LMFÍ föstudagskvöldið 15. febrúar sl. Þrátt fyrir þorrablótsannir sáu nokkrir valinkunnir félagsmenn sér fært að tefla nokkrar skákir til heiðurs Bobby og klára jólabjór félagsins sem lá undir skemmdum. Tefldar voru tvær umferðir en úrslit urðu þau að Ágúst Sindri Karlsson sigraði með 12 vinninga. Í öðru sæti var Björgvin Jónsson með 11 vinninga og í þriðja sæti var Árni Á. Árnason með 8,5 vinning. Skák og mát Ágúst Sindri Karlsson (t.h.) tekur við „Fischer prize“ úr hendi Árna Á. Árnasonar en verðlaunin voru kampavínsflaska og viðurkenningarskjal með myndum af bobby Fischer sem hangir nú uppi á besta stað á skrifstofu kappans. Veturliði Þór Stefánsson (t.v.) og Ásgeir Þór Árnason gefa sig algjörlega í skákina. mörður lögmaður (t.v) lét sig ekki vanta á skákmótið frekar en björgvin jónsson. 3. Skipulag Þriðji kafli þessara tilmæla fjallar um skipulag og gæði. Þannig á skjólstæðingur að geta treyst því að mál sem hann felur lögmanni séu sett í hendur kunnáttumanna á viðkomandi sviði og að hann fái faglega aðstoð hratt og örugglega þegar nauðsyn krefur. Jafnframt á hann að geta treyst því að skjöl og viðskiptaleyndarmál sín séu vernduð. Þá er gerð krafa um að lögmenn framtíðarinnar þurfi að hafa víðtæka þekkingu á rekstri lögmannsstofa m.a. út frá bókhalds­ og skattalögum, félagarétti og vátryggingarrétti. Er tímabært að taka upp endurmenntunarskyldu? Í grundvallaratriðum uppfyllir núverandi undir­ búningsnámskeið fyrir öflun héraðsdómsréttinda þær kröfur sem Samtök evrópskra lögmanna leggja áherslu á að gerðar verði til lögmanna framtíðarinnar a.m.k. hvað varðar bóklega hlutann. Hins vegar hljóta þessar nýju leiðbeiningar að kalla á umræðu meðal íslenskra lögmanna um hvort ekki sé tímabært að taka upp sérstaka starfþjálfun fyrir lögfræðinga áður eða samhliða námskeiði til öflunar héraðs dóms lögmanns réttinda. Starfsþjálfun hefur tíðkast hjá nágranna þjóðum okkar um langt árabil og gefist mjög vel. Með henni mætti tryggja enn betur að verðandi lögmenn hljóti fullnægjandi þjálfun. Umræða um ríkari kröfur til lögmanna framtíðar hlýtur einnig að kalla á frekari skoðun á því hvort ekki sé tímabært að taka upp skylduendurmenntun lögmanna á Íslandi. Slík skylda er nú komin á hjá öllum lögmannafélögum á Norðurlöndunum, í Bretlandi og mjög víða á meginlandi Evrópu. Nánari upplýsingar um þetta efni er að finna á heimasíðu CCBE á slóðinni www.ccbe.org.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.