Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 6
6 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Aðalfundir Lögmannafélags Íslands og félagsdeildar LMFÍ 2008 fóru fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 13. mars s.l. Auk venjulegra aðalfundar­ starfa lágu fyrir tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, reglum félagsdeildar LMFÍ og umsókn um aðild Félags sáttalögmanna að félagsdeild LMFÍ. Skýrsla fráfarandi formanns Formaður félagsins, Helgi Jóhann- esson, hrl., gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og ræddi m.a. fjölgun félagsmanna og þann mikla áhuga sem væri á námskeiði til öflunar hdl.-réttinda. Þá gerði Helgi að umtalsefni að málum hefði fækkað sem lögð væru fyrir úrskurðarnefnd lögmanna. Væri það af hinu góða og vonandi v ísbending um góð vinnubrögð lögmanna. Benti Helgi jafnframt á mikilvægi þess að í nefndum sætu góðir lögmenn og að málsmeðferð tæki ekki of langan tíma. Öflugt innra eftirlitskerfi væri mikilvægt til að halda trausti út á við. Helgi benti einnig á mikilvægi laganefndar og tók sérstaklega fram að álit nefndarinnar um laga frum- vörp hefðu verið mjög vönduð. Helgi vék að því að á starfsárinu hafi skorist í odda á milli innanhúss- lögmanna og annarra lögmanna. Fram hafi komið áleitnar spurningar um það hvort bankar væru að selja lögfræðiþjónustu sem ekki væri greiddur virðisaukaskattur af. Hafi félagið sent fyrirspurn til skatt yfir- valda en svör þeirra hafi því miður engu skilað. Taldi Helgi það rétt- lætismál að samkeppnis sjón armið væru látin gilda og ítrekaði að félagið vildi að skatta yfirvöld könnuðu málið. Hvatti hann nýja stjórn til að halda þessari baráttu áfram. Helgi þakkaði Hrafnhildi Stefáns- dóttur, fráfarandi ritstjóra Lög manna- blaðsins, fyrir gott og óeigin gjarnt starf í þágu félagsins. Hafi blaðið verið fjölbreytt og metn aðarfullt í hennar tíð. Helgi kom því næst inn á hina reglulegu samráðs fundi félagsins með dómsmála ráðuneyti, Dómstólaráði og Dóm ara félaginu sem eru afar gagn legir. Nýlega hafa verið kynntar hug myndir um breytingar á því með hvaða hætti ríkið kaupi lögmanns- þjónustu, sem kollvarpa því kerfi sem nú er við lýði. Lögmannafélagið sendi á sínum tíma frá sér skýrslu þar sem skýrð voru sjónarmið félags ins en efni hennar virðist ekki hafa skilað sér inn til ráðuneytisins og hug myndir, sem félagið hafnaði á sínum tíma, eru aftur komnar á borðið. Helgi ræddi um erlend samskipti félagsins og sagði ljóst að erlendis væru lögmenn að glíma við sömu álitamál og uppi væru hér á landi. Virk skoðanaskipti og gagnkvæmur lærdómur væri því mikilvægur fyr i r fé lagið og að þátt taka F.v. ingibjörg bjarnardóttir, bjarnveig Eiríksdóttir, Ásdís Rafnar, Sonja m. Hreiðarsdóttir, Hjördís E. Harðardóttir og Katrín theodórsdóttir. að baki ingibjörgu sést í Evu b. Helgadóttur. Aðalfundur LMFÍ Helgi jóhannesson fráfarandi formaður LmFÍ.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.