Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Lögmanna félagsins í CCBE léki þar veigamikið hlutverk. Helgi kom inn á starfsemi félags- deildar sem hafi verið fjölbreytt og skemmtileg. Ráðist var í umfangs- miklar breytingar á bókasafni félags- ins á starfsárinu og hvatti hann lögmenn til að nýta sér þá þjónustu. Að lokum þakkaði Helgi stjórnar- mönnum og öðru samstarfs fólki fyrir samstarfið í þriggja ára formannstíð sinni sem hafi verið gefandi og skemmtilegur tími. Öðrum félags- mönnum var þakkað traust og stuðning í gegnum árin. Reikningar félagsins Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ, kynnti ársreikninga fyrir árið 2007. Fram kom að afkoma félagsins og félagsdeildar af starfsemi ársins hefði í heild verið ásættanleg og jákvæð. Samanlagðar tekjur félags- ins umfram gjöld numu rúmum 10,6 milljónum króna. Þar af hafi afkoma lögbundna hlutans verið jákvæð um rúmar 10,1 mill jón króna og félagsdeildar um rúmar 500 þúsund krónur. Breytingar á samþykktum Eftirfarandi tillaga um breytingar á 3., 7. og 16. gr. samþykkta félagsins voru samþykktar samhljóða: 5. mgr. 3. gr. „Lögmaður, sem öðlast hefur málflutningsréttindi hér á landi samkvæmt reglugerð nr. 900/2004, getur fengið aðild að LMFÍ.“ 1. mgr. 7. gr. „Aðalfundur LMFÍ skal haldinn fyrir lok maímánaðar ár hvert. Hann er lögmætur, ef löglega er til hans boðað“. 1. mgr. 16. gr. „Fyrir lok mars­ mánaðar ár hvert skal gjaldkeri félagsins hafa lokið við samning reikningsins fyrir liðið reikningsár og sent hann skoðunarmönnum, en þeir skulu aftur hafa sent stjórn- inni reikninginn með athuga - semdum sínum innan tveggja vikna“. Ný stjórn Lárentsínus Kristjánsson, hrl., var kjörinn formaður Lögmanna félagsins næsta starfsár en auk þess voru Hildur Friðleifsdóttir, hdl. og Heimir Örn Herbertsson, hrl., kjörin í stjórn í stað Helga Jóhannessonar, hrl., og Ástríðar Gísladóttur, hdl. Áfram í st jórn félagsins sit ja Hjördís Halldórsdóttir, hdl., og Jóhannes Bjarni Björnsson, hrl. Í varastjórn voru kjörin Hörður Felix Harðarson, hrl., Óskar Sigurðsson, hrl. og Katrín Helga Hallgrímsdóttir, hdl. Gústaf Þór Tryggvason, hrl., og Othar Örn Petersen, hrl., voru kjörnir skoðunarmenn félagsins og Þorbjörg I. Jónsdóttir, hrl., til vara. Í laganefnd félagsins næsta starfsár voru kjörin Eva Bryndís Helgadóttir, hrl., Ólafur Eiríksson, hrl., Gísli G. Hall, hrl., Sigríður Rut Júlíusdóttir, hrl., Viðar Lúðvíksson, hrl., Eva Margrét Ævarsdóttir, hdl. og Kristín Benediktsdóttir, hdl. Félagsdeild LMFÍ Á aðalfundi félagsdeildar, sem haldinn var í kjölfar aðalfundar Lögmannafélagsins, var eftirfarandi breyting á 3. gr. reglna deildarinnar samþykkt samhljóða: „Allir lögmenn geta átt aðild að félagsdeildinni. Aðild að félags- deildinni geta einnig átt sérgreina- félög og hagsmunafélög, enda séu félagsmenn slíkra félaga jafn­ framt aðilar að félagsdeild. Sérgreinafélög fjalla um málefni hinna ýmsu sérgreina lögfræðinnar en hags munafélög gæta hagsmuna félags manna sinna og geta í því skyni, að fengnu samþykki stjórn ar félags deildarinnar, átt aðild að öðrum samtökum. Sérgreina- og hags munafélög sem æskja aðildar að félagsdeildinni skulu senda um það umsókn til stjórnar svo tíman- lega að hennar sé hægt að geta í fundar boði aðalfundar. Með umsókninni skal fylgja stað­ festing þess efnis að allir félagsmenn sérgreina­ eða hagsmunafélagsins, séu aðilar að félagsdeild. Stjórninni er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðal¬fund og geta hennar í fundarboði. Til samþykktar á slíkri aðild þarf ein- faldan meirihluta atkvæða á aðalfundi.“ Þá var umsókn Félags sáttalögmanna um aðild að félagsdeild LMFÍ samþykkt mótatkvæðalaust. F.v. Sveinn andri Sveinsson, jóhannes albert Sævarsson, jónas Haraldsson, Heimir Örn Herbertsson og benedikt ólafsson. Ingimar Ingason

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.