Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 9

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 9
Í júníbyrjun kom út ritið Hjúskapar- og sambúðarréttur eftir Ármann Snævarr fyrrverandi lagaprófessor á vegum Bókaútgáfunnar CODEX. Ritið er um 1100 blaðsíður að lengd og verður að líkindum grundvallarrit á þessu fræðasviði lögfræðinnar, þar sem heildstætt rit hefur skort. Eru vonir bundnar við að ritið muni nýtast vel við kennslu í lagadeildum háskólanna sem og lögfræðingum, lögmönnum og dómurum í störfum þeirra að þessum málaflokki. Ármann Snævarr tók við fyrsta eintakinu af ritinu í útgáfuhófi sem haldið var honum til heiðurs 6. júní sl. Var þar fjöldi manna saman kominn til að heiðra hinn aldna höfund, en Ármann er fæddur á Nesi í Norðfirði, S-Múlasýslu, 18. september 1919, og er því 88 ára gamall. Er til efs að svo aldraður maður hafi áður gefið út sambærilegt grundvallarrit í fræðigrein á Íslandi. Nú eru 60 ár liðin síðan Ármann hóf að kenna sifjarétt við Háskóla Íslands en hann var prófessor við deildina á árabilinu 1948-1973. Þá var hann rektor Háskólans 1960- 1969, og loks dómari við Hæstarétt Íslands á árunum 1972-1984. Ármann hefur á ferli sínum ritað fjölmörg mikilsverð rit og greinar á sviði lögfræði, eins og lögfræðingar þekkja. Bókaútgafan CODEX var stofnuð árið árið 1987 af Orator félagi laganema við Háskóla Íslands. Hún er sjálfseignarstofnun og starfar samkvæmt samþykktri skipu lagsskrá. Frá stofnun útgáfunnar hafa tugir rita verið gefnir út og er bókaútgáfan í fararbroddi hvaða varðar útgáfu á sviði lögfræði hérlendis. Ný bók eftir Ármann Snævarr Fulltrúar bókaútgáfunnar Codex afhenda Ármanni Snævarr fyrsta eintakið af bókinni Hjúskapar­ og sambúðarréttur. F.v. arnar Þór Stefánsson, hdl., Ármann Snævarr og barbara inga albertsdóttir, laganemi. Kynntu þér námið á www.lagadeild.is Hlutverk lagadeildar HR er að skapa og miðla þekkingu í umhverfi sem hvetur til frumkvæðis, gagnrýninnar hugsunar og vísindalegra vinnubragða og auka þannig lífsgæði og sam- keppnishæfni í samfélaginu. Lagadeild HR er brautryðjandi í nútímavæðingu laganáms hér á landi, hvort sem litið er til skipulags námsins, kennsluaðferða eða þeirra miklu krafna sem gerðar eru til nemenda á öllum námsstigum. Grunnnámið tekur 3 ár og að því loknu gefst nemendum kostur á 2ja ára framhaldsnámi til meistaraprófs í lögfræði. LAGADEILD HR NÝJAR ÁHERSLUR – MARKVISST NÁM – MEIRI MÖGULEIKAR 100 ára afmæli Norska lögmannafélagið hélt upp á 100 ára afmæli sitt í Osló með veglegri dagskrá dagana 29. til 31. maí s.l. Formanni og framkvæmdastjóra Lögmanna- félagsins var boðið til sérstakrar hátíðardagskrár sem fram fór í ráðhúsi Oslóarborgar að kvöldi 31. maí að viðstöddum rúmlega 600 innlendum og erlendum gestum. Í tilefni af afmælinu færðu fulltrúar Lögmannafélagsins norska félaginu málverk að gjöf eftir Karolínu Lárusdóttur, mynd- listar konu. Fyrr um daginn stóð norska félagið fyrir alþjóðlegu málþingi í Nobel Peace Center þar sem William H. Neukom, formaður American Bar Asscociation, kynnti stofnun „World Justice Project“ sem eru ný þverfagleg alþjóðleg samtök sem ætlað það hlutverk að styrkja grunvöll „Rule of Law“ í heiminum. (Nánari upplýsingar um þetta verkefni er að finna á slóðinni: www.abanet.org/wjp/) Einnig hélt Cherie Booth (Blair) Q.C. afar athyglisverða framsögu um hvernig hægt væri að samtvinna vinnu og einkalíf. Hátíðarhöldin voru mjög vel heppnuð í alla staði og veðrið lék við hátíðargesti.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.