Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 11

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 > 11 Ný stjórn LMFÍ Nafn: Hjördís Halldórsdóttir hdl. Vinnustaður: LOGOS lögmannsþjónusta. Sérhæfing í lögmennsku? Höfundaréttur, upplýsingatækni, kauparéttur, verktakaréttur og opinber innkaup. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Síðan 1999. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Þetta er annað árið mitt í aðalstjórn en áður var ég eitt ár í varastjórn. Hver eru helstu áhugamál þín? Tónlist, kvikmyndir, fjallgöngur og ferðalög. Fjölskylduhagir: Ég er gift Magnúsi Rúnari Magnússyni og við eigum eina dóttur. Nafn: Hildur Friðleifsdóttir hdl. Vinnustaður: Landsbankinn. Sérhæfing í lögmennsku? Fjármunaréttur og fullnusturéttarfar. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Ég fékk réttindin 12. júní 2001. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Frá síðasta aðalfundi, 13. mars sl. Hver eru helstu áhugamál þín? Veiði, skíði og ferðalög. Fjölskylduhagir: Gift Þorbirni Jónssyni, sendiráðunauti við fastanefnd Íslands hjá alþjóðastofnunum í Genf og við eigum fjóra syni. Nafn: Jóhannes Bjarni Björnsson hrl. Vinnustaður: LM lögmenn, Skólavörðustíg 12. Sérhæfing í lögmennsku? Fyrirtækjaréttur, bankaréttur og málefni tengd útgerðum. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Í 15 ár, síðan 1993. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Þetta er annað árið mitt. Hver eru helstu áhugamál þín? Íþróttir og útivist. Fjölskylduhagir: Kvæntur Hrafnhildi Kristjánsdóttur og við eigum þrjú börn. Nafn: Heimir Örn Herbertsson hrl. Vinnustaður: LEX lögmannsstofa. Sérhæfing í lögmennsku? Samkeppnisréttur, málflutningur, eigna- og skaðabóta réttur. Hve lengi hefur þú stundað lögmennsku? Ég hef verið lögmaður síðan í ársbyrjun 2000. Hversu lengi hefur þú setið í stjórn LMFÍ? Er á mínu fyrsta ári í stjórn. Hver eru helstu áhugamál þín? Fjölskyldan og vinirnir, vinnan mín, allar íþróttir, öll menning, allar bókmenntir, ferðalög og hvers kyns skemmtanir. Fjölskylduhagir: Kvæntur Björgu Melsted myndlistarkonu og kennara og við eigum þrjá stráka.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.