Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Á málstofunni f jöl luðu þeir Aðalsteinn E. Jónasson hrl., Tómas Eiríksson hdl. og Hlynur Jónsson hdl. um innleiðingu og áhrif MiFID tilskipunarinnar á íslenskan rétt. Framsögumennirnir nálguðust efnið frá ólíkum hliðum. Aðalsteinn fór yfir þau áhrif sem þessi innleiðing hefur á aðra þjónustuaðila en fjármálafyrirtæki en Tómas fjallaði um áhrif þess á fjármálafyrirtæki. Hlynur fjallaði síðan um áhrif innleiðingarinnar út frá sjónarhorni Fjármálaeftirlitsins. Í máli Aðalsteins kom fram að heimildir lögmanna til verðbréfa- viðskipta eru víðtækari heldur en þær voru í tíð eldri laga. Er lögmönnum heimilt að stunda án leyfis alla þá þjónustu sem fram kemur í 1. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Skilyrði þau sem lögmenn verða að uppfylla eru að um sé að ræða tilfallandi þjónustu og að hún sé eðlilegur þáttur í víðtækari þjónustu lögmannsins við umbjóðanda sinn, sbr. 6. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002 um fjár- málafyrirtæki. Túlka yrði þessa undanþágu, um hvað telst vera tilfallandi þjónusta, þröngt og verðbréfaþjónustan má ekki vera aðalverkefnið heldur aðeins hluti af stærra verkefni eins og t .d. búskiptum. Tómas velti fyrir sér hvort þessar reglur myndu auka skriffinnsku og virka letjandi á almenna fjárfesta eða hvort þetta regluverk muni auka tiltrú þeirra á fjármálamörkuðunum. Í umfjöllun sinni um „bestu fram- kvæmd“ kom fram að Kaupþing banki hf. er með sérstakt kerfi „Front Arena“ til að ákvarða bestu framkvæmd hverju sinni. Bæði Tómas og Aðalsteinn fjölluðu um fjárfestingarráðgjöf fyrirtækja- ráðgjafar gagnvart MiFID. Kom þar fram að ef ráðgjöfin felur í sér persónulega ráðleggingar til við- skiptavinar í tengslum við tiltekna fjármálagerninga þá fellur hún undir MiFID. Í máli Hlyns kom fram að heimildir Fjármálaeftirlitsins í kjölfar inn leið- ingarinnar myndu aukast og verkefnum fjölga. Hann fjallaði um TRS sem er nýtt upplýsinga- og eftirlitskerfi en hér á landi var farin sú leið að notast við viðskiptanúmer sem Hlynur taldi að myndi takmarka gagnsemi kerfisins. Urðu umræður um hvort eðlilegt hefði verið að auðkenna viðskiptamenn eftir kennitölu eins og sum Norður- landanna hafa gert. Af máli framsögumannanna má vera ljóst að með innleiðingu þessara reglna mun ýmislegt breyt- ast er varðar viðskipti á verð- bréfamarkaði og við túlkun íslensku reglnanna yrði að horfa til fram- kvæmdar reglnanna í Evrópu. Karl Óttar Pétursson hdl. aðalsteinn E. jónasson Málstofa III – Ný heildarlöggjöf um verðbréfaviðskipti

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.