Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 17
Starfandi sem sérfræðingur í ráðu- neyti var val mitt á málstofu á Lagadeginum 2008 tiltölulega auðvelt, þ.e. að velja málstofu IV um áhrif Alþingis á stjórnarráðið. Þar fór fram almenn umfjöllun m.a. um lögmætis- og þingræðisregluna og áhugavert var að fá kynningu á rannsókn þeirra Margrétar Völu Kristjánsdóttur og dr. Ragnhildar Helgadóttur, sérfræðinga við laga deild Háskólans í Reykjavík, um beitingu á 15. gr. stjórnarskrárinnar. Ýmis álitaefni voru viðruð, einkum í tengslum við það hvernig forseti skiptir störfum með ráðherrum. Sjónarmið varðandi bærni og rétt hæð réttarheimilda í þessu sambandi voru rædd en eins og svo oft í lögfræðinni má segja að það sem á yfirborðinu kann að virðast ljóst við fyrstu sýn getur reynst óljósara en ætla mætti þegar dýpra er kafað. Það verður spennandi að fylgjast með framvindu og niðurstöðum rann sóknarinnar. Bryndís Hlöðversdóttir, deildar forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst, var með athyglisvert erindi um þau úrræði sem Alþingi hefur til að sinna eftirliti með framkvæmda valdinu. Bæði var átt við eftirlit með ráð herrum og stjórn sýslunni almennt. Mikilvægi slíks eftirlits væri augljóst enda fylgir valdi ábyrgð. Athygli vakti hversu rýr úrræði þingsins virðast vera, ekki síst til að takast á við stór álitamál um ábyrgð ráðherra og að geta kallað eftir ábyrgð ef á reyndi. Bryndís rakti stutt- lega hver úrræðin eru í Noregi og Dan mörku en líta má til þeirra komi til endurskoðunar á lög gjöfinni hér á landi. Málstofan stóð fylli lega undir vænt- ingum. Líkt og við mátti búast gerðu framsögu menn erindum sínum góð skil og tókst að vekja þátt takendur til um hugs unar um mál efn ið. Þátttak- endur voru virk ir og spunnust áhuga- verðar umræður að loknum fram- sögum. Eins og oft vill verða hefði tími til umræðna mátt vera rýmri. Mál stofan var nægilega lítil til að upplifa nálægð milli fram sögumanna og þátt takenda, þ.e. um gjörðin var til þess fallin að gera and rúms loftið persónu legt. Fram sögu menn náðu að gera fræðunum góð skil og tengja þau við raun veruleikann eins og stefnt var að í kynningu á málstofunni. Ómar Þór Eyjólfsson lögfræðingur í viðskiptaráðuneytinu Málstofa IV – Áhrif Alþingis á stjórnarráðið Ragnhildur Helgadóttir Skil fjárvörsluyfirlýsinga vegna ársins 2007. Nýlega var eyðublað fjárvörsluyfirlýsingar sent til allra sjálfstætt starfandi lögmanna en frestur til að skila inn fjárvörsluyfirlýsingum fyrir árið 2007 rennur út 1. október n.k.. Eru lögmenn hvattir til að ganga frá og skila inn yfirlýsingum tímanlega.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.