Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 20
20 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Á fyrstu dögum aprílmánaðar dvaldi hér á landi Alan Dershowitz prófessor í refsirétti við Harvardháskóla en hann hefur jafnframt haft það sem aukabúgrein í gegnum tíðina að taka að sér vörn í sakamálum. Hingað kom hann á vegum staðarhaldarans í Skálholti en heldur varð fámennara á námskeiðinu en að var stefnt sem var okkar gróði sem mættum því okkur gafst þá meira svigrúm til skrafs og skoðanaskipta við Dershowitz. Hljóp þannig vel á snærið þegar tekið er tillit til þess að í kúrsa hjá honum í Harvard komast að hámarki 25 manns sem er ekki hátt hlutfall þeirra 2500 nema sem leggja þar stund á laganám. Um Dershowitz Nafn Dershowitz er mjög tengt umtalaðasta dómsmálinu sem hann hefur átt aðild að en það er mál O.J. Simpsons. Sem hluti af verjandateyminu fór hann yfir sýnileg sönnunargögn málsins auk þess að miðla af sérfræðiþekkingu sinni um sönnunarmat í refsimálum. Starfsferill hans er þó merkur fyrir fleiri sakir og má sem dæmi nefna að hann gat sér svo gott orð á námsárum að hann var nánast ráðinn beint inn í kennarastöðu í Harvard. Var það löngu áður en hann varð þrítugur og var þá, og er reyndar enn, einn sá yngsti sem gegnt hefur slíku starfi. Sem fræðimaður og kennari á sviði refsiréttar hefur hann gefið út fjölda fræðibóka, bæði hefðbundinna kennslubóka, þar sem málefnin eru krufin til mergjar, og bóka sem draga upp stærri mynd af viðfangsefninu. Ein slík, Letters to a Young Lawyer, rak á fjörur mínar í tengslum við kúrs um hlutverk verjenda í opinberum málum sem við Guðrún Sesselja Arnardóttir hdl. höfum kennt við Háskólann í Reykjavík. Býsna glúrin bók sem vakti áhuga minn á Dershowitz. Hann hefur þó ekki takmarkað sig við ritun fræðibóka heldur hefur líka ritað tvær skáldsögur og er með þá þriðju í smíðum. Auk þessa hefur hann lagt stund á verjandastörf. Þegar hann kom hingað til lands var hann að koma frá slíkum störfum fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag, Hollandi þar sem hann átti hlut að málsvörn fyrrum efnahagsmálaráðherra Bosníu Serba. Núorðið sagðist hann taka að sér þrjú mál á ári en hefði lengst af haft þau fimm. Helmingur þeirra mála sem hann flytti væru pro bono mál og hinn helmingurinn væru fyrir vel stæða skjólstæðinga. Öll þyrftu málin hins vegar að vera lögfræðilega áhugaverð út frá fræðunum, eins og til dæmis mál manns sem skaut lík og var ákærður fyrir morðtilraun. Meira væri umfangið ekki á verjenda- störfunum þar sem einungis fimmtungur vinnutíma hans væri laus til slíkra verka en aðrar stundir væru helgaðar fræðistörfunum. Sagnamaður á seminari Seminarið í Skálholti með Dershowitz er áhugaverðasta lögfræðiseminar sem ég hef tekið þátt í. Þar réð mestu algerlega afslappað andrúmsloft þar sem umfjöll un- arefnið var nánast einvörðungu reifað með skoðanaskiptum milli Dershowitz og þátttakenda. Honum var það einstaklega lagið að laða fram skoðanir annarra og nota þær síðan til að skerpa á umfjöllunar- efninu auk þess sem hann hlustaði algerlega fordómalaust á skoðanir allra sem þannig sátu við sama borð án tillits til aldurs, menntunar eða starfa. Efninu Með Dershowitz í Skálholti

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.