Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 22
22 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 3. Varnaraðgerðir yfirvalda Þriðji þátturinn fór fram að morgni næsta dags og hafði einkum fjölþjóðlega skírskotun sem og siðferðilega. Þemað var réttmæti fyrirbyggjandi varnaraðgerða yfirvalda sem geta spannað allt frá fjöldabólusetningu gegn smitsjúkdómum yfir í öfgafyllstu útgáfu sem geta falið í sér fyrirfram refsingar áður en glæpur er framinn. Sem dæmi tók Dershowitz mannréttindabrot Banda- ríkjastjórnar gagnvart japönskum innflytjendum í síðari heimstyrjöldinni sem voru settir í fangabúðir, einvörð- ungu vegna upprunans, til að koma í veg fyrir undir- róður og njósnastarfsemi. Engin slík starfsemi átti sér stað í stríðinu og má varpa því fram hvort aðgerðin hafi borið árangur. Því er í raun ómögulegt að svara en ljóst er að brotið var gegn stórum hópi saklausra almennra borgara sem var refsað fyrir uppruna sinn. Dershowitz mælti svona brotum ekki bót en velti upp til umræðu flóknum siðferðilegum spurningum er lutu að þessu viðfangsefni sem hafa verið mjög raunhæf í svonefndu stríði gegn hryðjuverkum. Viðfangsefnið var ögrandi til umfjöllunar þó það kannski snerti íslenskan veruleika í Skálholti blessunarlega ekki mikið. Í lokin Margt fleira bar á góma í kaffispjalli, undir borðhaldi og morgunverði en auk annarra mannkosta við stutta viðkynningu má hæla Dershowitz fyrir það að hann virtist búa yfir einlægri forvitni fræðimannsins á því að kynnast réttarkerfi Íslands. Til dæmis hafði hann mikinn áhuga á að bera saman munnlegan málflutning fyrir íslenska og bandaríska Hæstaréttinum, bæði hve viðfangsefni dómstólanna eru ólík en líka framgangs- mátinn þar sem bandaríski stíllinn er sá að málflytjandi þarf að standa fyrir máli sínu og svara hvössum spurn- ing um dómenda, frekar en að flytja vel undirbúna og skipulagða ræðu án truflana eins og hér gerist helst. Kom íslenski mátinn honum nokkuð í opna skjöldu þar sem kvöldi fyrr, yfir kvöldverði, hafði hann setið við hlið íslensks hæstaréttardómara sem hann tryði ekki að myndi sitja þegjandi undir málflutningi. Ekki hafði Dershowitz nafn dómarans á hraðbergi en af lýsingunni að dæma voru ráðstefnugestir sammála því að þar færi dómari vanur málflutningsstörfum sem hefði nokkuð annað viðhorf og framgangsmáta í málflutningi heldur en helftin af dómurum réttarins. Staðarhaldara Skálholts ber sérstaklega að þakka góðar móttökur og umgjörð alla sem honum er mikill sómi að. Björn L. Bergsson hrl. Litlaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litla@prent.is prent.is Stórt verk lítið mál

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.