Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 28

Lögmannablaðið - 01.06.2008, Blaðsíða 28
28 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2007 Það er ekki mikið um að íslenskir lögmenn afli sér lögmannsréttinda erlendis. Lögmannablaðið ræddi við Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur héraðs dóms­ lögmann hjá BBA//LEGAL um mál flutningsréttindi sem hún hefur í New York. Hvernig kom það til að þú tókst próf til að öðlast málflutningsréttindi í New York? Ég var í Chicago í framhaldsnámi og hafði alltaf séð fyrir mér að ég mundi taka málflutningsréttindi í Bandaríkjunum að því loknu. Þar sem New York er fjármálamiðstöð heimsins er langalgengast að erlendir lögmenn taki prófið þar auk þess sem þar er hægt að taka prófið án þess uppfylla frekari kröfur en að hafa lokið tilteknu námi í Bandaríkjunum. Það eru sem sagt engar kröfur um að hafa unnið í einhvern ákveðinn tíma í Bandaríkjunum og annað slíkt. Erfiðasta próf sem ég hef farið í Hvernig fer undirbúningurinn og prófið fram? Prófið er haldið tvisvar á ári í febrúar og júlí. Ég fór í lok júlí og undirbúningurinn stóð því í rúma tvo mánuði. Það var mikil törn, tímar í 4-6 klst. á dag og svo þurfti ég að lesa í kannski 6-8 klst. í viðbót. Á þessum tveimur mánuðum er farið yfir flestar fræðigreinar lögfræðinnar; réttarfar, refsirétt, samningarétt, erfðarétt, sifjarétt, stjórnskipunarrétt og svo framvegis. Svo fer líka dágóður tími í að læra að taka prófið. Prófið skiptist á tvo daga í 6 klst. hvorn dag, annar dagurinn fer í krossa- spurningar og hinn dagurinn í ritgerðarspurningar. Undirbúningurinn var fyrst og fremst mikil vinna, en prófið er klárlega erfiðasta próf sem ég hef farið í. Hafa þessi réttindi nýst þér í störfum þínum hér á landi? Það er hæpið að segja að réttindin nýtist mér beint í störfum mínum sem lögmaður á Íslandi. En engu að síður lærði ég heilmikið á þessu og það að vera með réttindin nýtist mér fyrst og fremst gagnvart erlendum kúnnum sem þekkja að sjálfsögðu þetta próf og líta á það sem ákveðinn gæðastimpil. Ráðstefna í Svíþjóð Ertu í lögmannafélagi New York? Já ég er aðili að New York State Bar Association og fæ fyrir vikið ógrynni af tölvupósti og sniglapósti um hin ýmsu málefni. En svo sit ég í stjórn Íslandsdeildar „New York State Bar Association International Law and Practice Section“, ásamt Ásgeiri Ragnarssyni hdl. sem er formaður og Einari Páli Tamimi hdl. Hlutverk þess er fyrst og fremst fyrir lögmannafélag New York sem vill halda uppi tengslum við Íslendinga með áhuga á alþjóðalögum, hafa þessi málflutningsréttindi eða hafa verið í námi í Bandaríkjunum. Þessa dagana tökum við virkan þátt í undirbúningi að árlegri ráðstefnu sem mun fara fram í Stokkhólmi í september. Þar verður stíft fræðsluprógramm í þrjá daga með alls konar skemmtun inni á milli. Fyrirlestrunum verður í grunninn skipt í þrennt; fyrirtækjalögfræði (corporate), málaferli (litigation / arbitration), og svo almennt (general). Að sjálfsögðu eru allir velkomnir en ráðstefnan er ekki sérstaklega bundin við lögfræðinga sem hafa verið í Bandaríkjunum. Ég hvet því alla til að skoða þessa ráðstefnu vel en það má finna upplýsingar um hana út frá heimasíðu New York State Bar Association: www. nysba.org eða hafa samband við mig eða eitthvert okkar ef menn hafa áhuga á því að mæta. Málflutningsréttindi í New york Katrín Helga Hallgrímsdóttir Viðtal

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.