Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 16
16 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2008 Úrskurðarnefnd lögmanna greiðir úr ágreiningi sem skapast um störf lögmanna og kveður upp árlega milli 20­25 úrskurði. Í fimm nýlegum úrskurðum var fundið að störfum lögmanna en nefndin vísaði einu máli frá á þeim grundvelli að kæra laut að athöfnum eða háttsemi einstaklings sem var ekki með virk lögmannsréttindi og féll utan lögboðins valdsviðs nefnd­ arinnar. Í þeim erindum sem úrskurðar nefndinni berast gera kærendur gjarnan kröfu um skaðabætur eða endurgreiðslu kostn­ aðar frá hinum kærða lögmanni. Úrskurðarnefndin á ekki aðra kosti en að vísa slíkum kröfum frá enda fellur það utan lögbundins valdsviðs hennar. Úrskurðir úrskurðarnefndar lögmanna eru birtir í heild sinni á heimasíðu félagsins en hér verður fjallað um þá fimm úrskurði þar sem fundið var að störfum lögmanns. Mat á hæfilegu endurgjaldi og mikilvægi tímaskýrslu Í máli þar sem kvartað var yfir starfs­ aðferðum lögmanns í tengslum við rekstur dómsmáls fyrir kæranda hafði lögmaður krafið kæranda um alls 1.545.200 krónur fyrir lögmanns þjón­ ustu, auk dráttarvaxta og kostnaðar, að frádregnum 800.000 krónum sem höfðu verið greiddar inn á verklaun lög­ manns ins. Í úrskurði nefndarinnar er rakið hvernig tímaskráningu lög manns­ ins var háttað ásamt því að meta eðli og umfang starfsins með því að fara yfir þau gögn sem tengdust mála­ rekstrinum. Taldi nefndin það m.a. gagnrýnivert að tímaskýrsla lögmanns­ ins veitti aðeins takmarkaðar upp­ lýsingar um þau verkefni sem lög­ maðurinn sinnti fyrir kæranda og fáum gögnum væri til að dreifa sem gætu varpað ljósi á eðli og umfang starfa lögmannsins. Nefndin taldi því hæfilegt endurgjald vera 800.000 krónur með virðisaukaskatti. Úrskurðarnefndin fann einnig að þeirri háttsemi lögmannsins að svara seint ítrekuðum tilmælum nefndarinnar um að gera grein fyrir máli sínu en hann dró það í rúma fimm mánuði umfram upphaflegan frest. Svör lög mannsins voru einnig talin ófull nægjandi enda voru þar engar skýringar gefnar um umkvörtunarefni kæranda en látið nægja að vísa kröfugerð hans á bug. Aðfinnsluverð fullyrðing lögmanns Sjálfstætt starfandi sérfræðingur kærði lögmann fyrir að vega mjög harkalega að starfsheiðri sínum í bréfi til sín. Sérfræðingurinn taldi hátterni lög­ mannsins hafa verið ósæmilega, dónalega og klámfengna þannig að gengið hefði út yfir öll mörk almennrar siðsemi og þau mörk sem lögmannalög og siðareglur lögmanna setja. Sérfræðingurinn hafði unnið greinar­ gerð fyrir tryggingafélag um hvort það Umfjöllun Fundið að störfum lögmanna Úrskurðarnefnd fundar reglulega í húsakynnum LmFÍ. F.v. marteinn másson, starfsmaður úrskurðarnefndar, Kristinn bjarnason, hrl., gestur jónsson, hrl. og formaður og Einar gautur Steingrímsson, hrl.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.