Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 8
8 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Athygli vakti að mikill minnihluta lögmannsstofa nýtir sér vefgreiningu á vefsíðum sínum. Með vefgreiningu má greina hvaðan gestir á vefsíðunni koma, hvaða efni síðunnar er mest skoðað, hvaða aðgerðir notendur hafa framkvæmt, hversu lengi þeir dvelja á síðunni o.s.frv. Vefgreining er öflugt tæki til að meta á hvað ber að leggja áherslu á vefsíðunni hverju sinni. Það er varla hægt að kasta fram umfjöllun sem þessari nema koma með ábendingar um hvernig vel má gera. Notendur gera miklar kröfur til vefsíðna í dag og rannsóknir sýna að notendur nota leit í auknum mæli við að hjálpa sér að finna upplýsingar. Það er því mikilvægt fyrir fyrirtæki að síður þeirra séu vel sýnilegar á helstu leitarvélum og hefur Google lang hæstu markaðshlutdeildina á Íslandi. Til að skora hátt í niðurstöðum á leitarvélum þarf að huga að mörgum þáttum en skynsamlegast er að leggja áherslu á að grunnurinn sé góður og þar skiptir efni síðunnar, síðutitlar og lesanlegar slóðir miklu máli ásamt því að vefforritun fylgi viðurkenndum stöðlum. Best er að halda sig við viðteknar venjur í uppsetningu og framsetningu vefsíðna en það þýðir alls ekki að vefsíðan þurfi að vera líflaus og óáhugaverð. Ef skoðaðar eru vefsíður 10 stærstu lögfræðistofa í Bretlandi þá má ýmislegt læra af þeim og eru t.d. fyrirtækin Linklaters, DLA Piper, Norton Rose og Slaughter and May að gera áhugaverða hluti. Með aukinni þátttöku notenda á svokölluðum samfélagsmiðlum er einnig nauðsynlegt að fylgjast með orðspori fyrirtækisins svo hægt sé að bregðast við neikvæðri umfjöllum sem skaðað gæti fyrirtækið. Íslensk fyrirtæki eru byrjuð að feta sín fyrstu skref með þátttöku á slíkum miðlum og eru nokkur fyrirtæki að standa sig vel í þeim málum t.d. flugfélögin Icelandair og Iceland Express, símafyrirtækin Síminn og Nova og Íslandsbanki svo einhver séu nefnd. Íslendingar eru líka óðum að tileinka sér farsímavefi í auknum mæli. Við gerð farsímavefja er nauðsynlegt að huga að því að í þeim tilfellum er viðskiptavinurinn líklega staddur utan vinnustövar og að leita að upplýsingum á borð við símanúmeri, upplýsingum um tengilið eða staðsetningu. Farsímavefir þurfa að taka mið af þessum markmiðum notenda og setja fram þær upplýsingar sem helst koma að gagni í þessum tilfellum.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.