Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 12
12 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Allir sem hafa fylgst með knatt- spyrnumótum LMFÍ síðustu áratugina vita að tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lögfræðimenntuð fótboltalið, nefnilega „Reynsla og Léttleiki“ og „Grínarafélagið“. Valda- tími þessara liða hefur verið langur, sumir segja 20 ár, og liðin skipuð nánast sömu leikmönnum allan þann tíma. En margt hefur breyst á þessum árum og nú gengur fyrrnefnda liðið einungis undir nafninu Reynslan, enda er ekkert við liðið sem minnir lengur á léttleika, og enginn man lengur hvað var fyndið við Grínarafélagið. Sökum lasleika og örkuml félagsmanna náði Grínarafélagið ekki í lið fyrir mótið. Ein styrkasta stoð liðsins og fyrirliði, Smári Hilmarsson, treysti sér ekki einu sinni til þess að sitja við ritaraborðið og skrá stigin og varð því að kalla út varalið í það verk. Reynslunni tókst að skrapa saman liði á síðustu stundu en án varamanns. Nú var lag fyrir önnur lið að taka völdin. Lið ungra og léttleikandi og kynslóðaskiptin voru yfirvofandi. Og margir gerðu tilkall til. Ber þá fyrst að nefna liðið FC S18, sem stendur fyrir Fótboltafélagið Suðurlandsbraut 18. Þrátt fyrir þetta óþjála nafn voru þeir sennilega með sterkasta liðið á papp ír- unum, einvalalið frækinna knatt spyrnu- snillinga. Lið Opus lögmanna var geysisterkt og FC Mörkin var til alls líkleg. LOGOS er hins vegar þekkt fyrir margt annað en knattspyrnu og á því varð engin breyting að þessu sinni. Mótið gekk ótrúlega vel fyrir sig þrátt fyrir fjarveru Smára, sem hefur stjórnað þessum mótum frá því að elstu leik- menn Þrumunnar muna. Margoft voru sýnd frábær tilþrif eins og myndir af mótinu sýna ef ljósmyndarinn hefur Á léttum nótum Kynslóðaskiptum slegið á frest Lögmenn lögðu allt í sölurnar í hita leiksins en komu þó ósárir af velli. Frá vinstri, Eiríkur Hauksson hdl., daníel Pálmason og bjarni Þór bjarnason. Ekki er hægt að þekkja þann sem laut í duft í þetta sinn. Sumir reittu hár sitt meira en aðrir. f.v. grétar jónasson og jón Ármann guðjónsson Hið árlega jólasnappamót LMFÍ var haldið 18. desember sl. og mættu 7 lið til leiks í Framhúsinu.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.