Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 14
14 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 Norskir lögmenn slá skjaldborg um þagnarskylduna í skattamálum Á haustmánuðum 2009 deildu lögmenn og fulltrúar skattstjóra um inntak og eðli þagnarskyldunnar og skattaskjól í norska dagblaðinu Aftenposten. Ástæðan fyrir þessum snörpu orðaskiptum var tvíþætt. Í fyrsta lagi höfðu komið fram tillögur skattsvikanefndar fjármálaráðherra þess efnis að víkja ætti til hliðar þagnarskyldunni í ákveðnum mála­ flokkum sem tengjast skatt svikum. Í öðru lagi hafði komið upp ágrein­ ingur í ákveðnum málum þar sem skattyfirvöldum hafði verið neitað um afhendingu gagna á grundvelli þagnarskyldunnar. Norska lögmannafélagið, undir forystu Berit Reiss-Andersen, hefur lagt áherslu á mikilvægi þagnarskyldunnar í daglegum störfum lögmanna en þessi umræða í Noregi á margt sameignlegt með þeirri sem hófst á Íslandi í kjölfar frumvarps til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls bankanna 2008 og tengdra atburða. Þá tókst LMFÍ að hindra að þagnarskyldunni væri vikið til hliðar og að lögmenn væru undantekningarlaust skyldugir að láta í té upplýsingar, gögn (þ.á.m. skýrslur, skrár, minnisblöð og samninga) og skýringar sem nefndin færi fram á. Tillögur skattsvikanefndar Í byrjun árs 2009 skilaði skattsvikanefnd fjármálaráðherra áliti sínu en hlutverk hennar var að endurskoða lagaumhverfi í skattamálum og koma með tillögur að úrræðum gegn skattsvikum. Tillögur nefndarinnar fólust m.a. í því að víkja ætti til hliðar ákvæðum um þagnar- skyldu lögmanna í skattsvikamálum þar sem samfélagsleg rök væru fyrir því að upplýsa slík brot og að þagnarskyldan ætti því ekki að standa í vegi fyrir upplýsingaskyldu. Fjármálaráðuneytið lagði í kjölfarið fram tillögur að lagabreytingum þar sem heimildir yfirvalda til upplýsingaöflunar voru rýmkaðar. Þessar tillögur hafa mætt mikilli mótstöðu lögmanna og eru nú til umræðu í þinginu. Þagnarskyldan og skattaskjól Sumarið 2009 fengu skattyfirvöld fyrir tilviljun veður af millifærslum milli reikninga ákveðinna lögmannsstofa og fjármálastofnana í löndum sem talin eru vera skattaskjól. Um var að ræða mjög háar fjárhæðir á fimm ára tímabili. Skattyfirvöld gerðu húsleit á þessum lögmannstofum, kröfðust upplýsinga um nöfn þeirra umbjóðenda er stóðu að baki millifærslunum og öll gögn sem tengdust þessum færslum. Lögmanns- stofurnar báru fyrir sig þagnarskyldu og neituðu að afhenda umrædd gögn enda er það með öllu löglegt að millifæra fjármuni milli Noregs og annarra landa, þó að um skattaskjól sé að ræða. Þá voru ekki fyrir hendi neinar grunsemdir af hálfu yfirvalda að um refsivert athæfi væri að ræða heldur var þetta almenn fyrirspurn. Lögmannsstofurnar kærðu málið til Skattedirektoratet og telja að ekki sé fyrir hendi lagaheimild til þess að krefja um aðgang að gögnum á þessum grunni. Þar bíður málið nú úrlausnar. Vegna þess að hér er um mikilvægt mál að ræða hafa lög- mannstofunnar lýst því yfir að þær muni, ef þörf krefur, fara með málið fyrir Hæstarétt Noregs. Norska lögmannafélagið hefur stutt lög- manns stofurnar í verki með því að skipa sér við hlið þeirra á fundi með Margrét Gunnarsdóttir, advokat hjá lögmannsstofunni Tommessen í Osló: Aðsent efni

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.