Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 19

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 19
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 19 Siðareglur lögmanna veita aðhald Í þeim efnahagslegu erfiðleikum sem nú eru á Íslandi gegna lögmenn mikilvægu hlutverki við að standa vörð um meginreglur réttarríkisins. Mikil- vægt er að siðareglur lögmanna séu kynntar fyrir almenningi þannig að skilningur á hlutverki lögmanna aukist jafnframt því sem reglurnar séu aðhald að störfum þeirra. Í næstu blöðum mun Lögmanna- blaðið vekja athygli á nýlegum úr- skurðum úrskurðarnefndar lögmanna þar sem störf lögmanna hafa þótt aðfinnsluverð vegna þess að þau hafa brotið í bága við siðareglur. Dráttur á svörum lögmanna aðfinnsluverður Lögmanni er skylt, að boði stjórnarinnar eða, eftir atvikum, úrskurðarnefndar lögmanna, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á reglum þessum. Ber lögmanni í því efni að svara og sinna án ástæðulauss dráttar fyrirspurnum og kvaðningum stjórnar innar eða úrskurð­ arnefndarinnar (4. mgr. 43. gr. Codex ethicus). Í mörgum málum sem koma til kasta úrskurðarnefndar hefur hún gert athugasemd við að kærður lögmaður hafði dregið að svara fyrirspurnum nefndarinnar ellegar vanrækt að senda henni umbeðin gögn. Er ljóst að í slíkum tilvikum getur málsmeðferð dregist úr hömlu og því hefur nefndin lítið umburðarlyndi gagnvart seinagangi og sinnuleysi lögmanna við að gera grein fyrir máli sínu. Siðareglur lögmanna hafa að geyma vísireglur um hvað teljist almennt góðir lögmannshættir. Í 44. gr. reglnanna er áréttað að þær skuli ekki skoða sem tæmandi taldar um góða lög manns- hætti. Í greinargerð sem fylgdi Codex ethicus kemur fram að lögmönn um sé frjálst að leita upplýsinga um hvað teljist góðir lögmannshættir hjá stjórn lögmannafélagsins eða annars staðar. Auk þess má nefna að úrskurðir úrskurðarnefndarinnar geta verið hér til nánari skýringa um hvort tiltekin vinnubrögð lögmanna teljist vera góðir lögmannshættir eða ekki. Í máli nr. 20/2008 fann úrskurðarnefndin að mistökum sem urðu við breytingu á fyrirkalli í stefnu við málshöfðun. Í málinu hafði ekki tekist að birta stefnu fyrir kæranda fyrir lok stefnubirt ingar- frests. Hinn kærði lögmaður ákvað þá að fresta þingfestingu málsins og breytti eintaki sínu til samræmis við það. Starfsmanni Íslandspósts sem átti að birta stefnuna fyrir kæranda breytti hins vegar einungis birtingarvottorðinu en ekki fyrirkalli í stefnunni. Fyrirkallið í stefnunni, sem kæranda var birt, var þannig með rangri dagsetningu og þingfesting því tilgreind 7 dögum áður en birting átti sér stað. Lög maðurinn sendi hins vegar breytt eintak til héraðsdóms og það eintak var áritað af héraðsdómara og var síðar nýtt sem heimildarskjal til aðfarargerðar. Úrskurð- ar nefndin fann að þessum vinnu brögð- um, þótt önnur mistökin mætti hugsan- lega að hluta rekja til athafna starfsmanns Íslandspósts, og taldi að þau hefðu getað skaðað hagsmuni kæranda. Mörg fleiri mál komu fyrir nefndina á síðasta ári þar sem kærandi taldi brotið gegn tilteknum siðareglum án þess að úrskurðarnefndin væri sammála því mati. Meðal þeirra ágreiningsefna sem upp komu voru hvort hagsmuna- árekstur hefði átt sér stað í starfi tiltekins lögmanns (9. og 2. mgr. 11. gr.), um heimild lögmanns til að snúa sér beint til aðila máls um málefni sem annar lögmaður fór með (26. gr.) og hvort stafsetningarvillur og setninga- brengl í greinargerð lögmanns til Hæstaréttar hefði farið gegn þeirri reglu sem mælir fyrir um vandaðan mála- tilbúnað lögmanna fyrir dómstólum (22. gr.). Einnig var nokkuð um að nefndin fjallaði ekki um atvik þar sem þau voru talin falla utan valdsviðs hennar, t.d. tilvik þegar lögmaður sem einnig var löggiltur fasteignasali, var talinn sinna starfi sem fasteignasali frekar en lögmaður í tengslum við fasteignaviðskipti. Siðareglur lögmanna skipa mikil- vægan sess í störfum lögmanna og veita störfum þeirra aðhald. Úrskurðir úrskurðarnefndarinnar geta síðan verið mikilvægir við nánari túlkun á gildissviði reglnanna. Alla úrskurði nefndarinnar má lesa í heild á heimasíðu LMFÍ. Ingvi Snær Einarsson hdl. tók saman. Umfjöllun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.