Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 21 sjálfs og formlegt veitingavald ráðherra síðar afnumið. Af þessu hefði mátt draga þá ályktun, að stjórnvald sem ítrekað misnotaði vald sitt, mundi á endanum verða svipt því. Sá lærdómur virðist þó ekki hafa sokkið mjög djúpt í vitund stjórnarherra. Fyrr var nefnt, að þar til fyrir tiltölulega fáum árum var skipun dómara við Hæstarétt almennt ekki tilefni deilumála. Skoðanir á dómara efnum voru vissulega misjafnar, en ákvarðanir ráðherra voru þó yfirleitt ekki verulega umdeildar. Fyrir tæpum sjö árum sniðgekk ráðherra sem fór með veitingavaldið í fyrsta sinn lögbundnar umsagnir Hæstaréttar og þótt miklar deilur fylgdu í kjölfarið var þetta síðan endurtekið. Rétt er að minna á, að frumvarp dómsmála- og mannréttindaráðherra er ekki orðið að lögum, en verði það samþykkt lítt breytt á Alþingi, verður það til mikilla bóta. Vilji ráðherra sniðganga lögbundna umsögn hæfnis nefndar, verður veiting að hljóta tilstyrk Alþingis og er að minnsta kosti ekki líklegt að ráðherrar kjósi þá leið. Frumvarpið sýnir þroska og skynsemi í embættisfærslu dómsmála- og mannréttindaráðherra sem er mikið ánægjuefni. Persónuleg afstaða til Hæstaréttar og lögfræðinnar Einhvern veginn hafði mér áskapazt að bera virðingu fyrir Hæstarétti, að minnsta kosti allt frá námsárum mínum. Um nokkurt árabil fylgdist ég ekkert sérlega vel með þróun dómsmála, starfsvettvangur minn var þá fjarri dómstólum. Hlaut þó að fara svo, að mér líkaði niðurstaða dómsmála misvel. Samt hef ég alltaf treyst Hæstarétti. Líka í málum sem ég hef tapað fyrir réttinum. Í upphafi lögmannsstarfa minna við réttinn flutti ég æðimörg skaðabótamál þar sem tekizt var á um afstöðu tryggingarfélaga, sem ég vann fyrir, til ákvörðunar skaðabóta fyrir líkamstjón. Þessi mál stöfuðu frá tímanum fyrir setningu skaðabótalaga nr. 50/1993. Frómt frá sagt hlaut afstaða tryggingarfélaganna ekki mikinn stuðning í Hæstarétti né heldur í héraði. Ég flutti því málin fyrir áfrýjanda og tapaði mörgum, ekki alveg en að miklu leyti. Miðað við réttarþróun og dóm venju gat ég ómögulega kvartað yfir niðurstöðum. Í eðli lögfræðinnar liggur, að hún sé íhaldssöm fræðigrein. Ástæðan er meðal annars sú, að lögfræðin hlýtur alltaf að líta til baka: Hverjar eru réttarheimildirnar, hvaðan eru þær upprunnar og þá fyrst, hvernig verður þeim beitt. Á tuttugustu og fyrstu öld eru enn í íslenzka laga- safninu virk ákvæði úr Kristinrétti Árna biskups Þorlákssonar frá 1275, m.a. um kirkjuvígslu og við höfum tekið í arf réttarfarsákvæði úr Rómarrétti, meðal annars um res judicata og bann við því að saksækja mann eða refsa tvisvar fyrir sama brot. Á sama hátt og lögfræðin hljóta dómstólar að vera íhaldssamir í hinni beztu merkingu, halda því sem vel hefur reynzt og kasta því ekki fyrir róða vegna skemmtilegra nýmæla, nema sýnt sé að nýmælin séu að minnsta kosti jafngóð. Dómstólar eru að sjálf sögðu bundnir af lögunum, enda segir í 61. gr. stjórnar- skrár: Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Um flugmenn hefur verið sagt, að til séu gamlir flugmenn og djarfir flug menn en ekki gamlir, djarfir flugmenn. Með svipaðri hugsun mætti ef til vill segja, að til séu reyndir lögfræðingar og róttækir lögfræðingar, en fáir reyndir og róttækir lögfræðingar.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.