Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 1 / 2010 > 25 Gönguferð á Herðubreið Drottning fjallanna, sjálf Herðubreið, verður viðfangsefni og áskorun ársins 2010 í gönguferð félagsins og ætlar Haraldur Örn Ólafsson að leiða okkur um þá krókóttu og bröttu stíga. Betra þykir að ganga á fjallið síðla sumars og því hefur laugardagurinn 21. ágúst verið valinn. Farið verður með rútu frá Akureyri klukkan 8:30 um morguninn. Ganga á Herðubreið tekur um sex klukkustundir og er áætlað að koma niður um kl. 18:00. Þá verður grillað og gist í Þorsteinsskála í Herðubreiðar- lindum. Lagt af stað kl. 12:00 á sunnudegi til Akureyrar og er áætlaður komutími þangað kl. 14:30. Þátt- takendur sjá sjálfir um að koma sér til Akureyrar en þeir sem vilja geta tekið áætlunarflug frá Reykjavík til Akureyrar á laugardagsmorguninn kl. 7:45 og verða sóttir á flugvöllinn kl. 8:30. Athugið að ganga á Herðubreið er erfið enda fjallið bratt og hættulegt á köflum. Lofthræddir þurfa því að hugsa sig tvisvar um og vegna hættu á grjóthruni verður hópurinn að halda sig þétt saman á ákveðnum svæðum. Krafa er gerð til þátttakenda um að þeir komist upp að steini á Þverfellshorni Esjunnar á 65 mínútum. Námsferð til Tallinn Á öðrum stað í blaðinu er auglýst námsferð til Tallinn í Eistlandi frá miðvikudeginum 22. september til mánudagsins 27. september. Tallinn er ein fallegasta borg Evrópu með borgarmúrum frá miðöldum og gömlum bæjarhluta sem á engan sinn líka. Saga Eistlands er dramatísk enda hafa þeir löngum búið við ofríki nágranna sinna. Flogið verður til Tallinn með millilendingu í Stokkhólmi. Á fimmtudeginum er skipulögð ferð um borgina og föstudeginum verður varið að mestu í faglega dagskrá. Á laugar- deginum verður dagsferð út úr borginni og farið í þjóðgarð Eistlendinga meðal annars. Um kvöldið verður hátíðar- kvöldverður á miðaldaveitingastað sem þykir afar skemmtilegur. Sunnu- dagurinn er ekki skipulagður en siglt verður til Helsinki snemma á mánu- dagsmorguninn og svo flogið heim síðar um daginn. Námskeið vorannar 14 námskeið eru haldin á vorönn 2010 en að jafnaði eru þau tíu til tólf á önn. Ástæðan er sú að á síðasta ári voru námskeið félagsins óvenju vel sótt og það hleypti okkur kapp í kinn við skipulagninguna. Námskeiðin hófust strax um miðjan janúar með skiptum dánarbúa, lögerfðareglum, erfðaskrám og öðrum erfðagerningum sem Steinunn Guðbjartsdóttir hrl. kenndi. Svo var námskeið í nýjum skattareglum með Jóni Elvari Guð mundssyni hdl. og slitameðferð fjáramálafyrirtækja með Halldóri H. Backman hrl. Ása Ólafsdóttir hrl. kenndi tvö námskeið um nýju greiðslu aðlögunarlögin, annars vegar fyrir starfsfólk lögmannsstofa og hins vegar fyrir starfandi lögmenn. Svo var haldið námskeið í skattalegri meðferð dánar búa og þrotabúa sem Guðmundur Skúli Hartvigsson hdl. kenndi. Öll þessi námskeið voru vel sótt en fella þurfti niður námskeið í Evrópu- og EES rétti. Einungis eitt námskeið var haldið í marsmánuði, vitna- og aðilaskýrslur fyrir dómi þar sem dr. Jón Friðrik Sigurðsson, yfirsálfræðingur á geðsviði Landspítala og prófessor kenndi ásamt Sigurði Tómasi Magnússyni hrl. og Kristínu Edwald hrl. Þar var brugðið á leik og sett upp drama til að þátttak endur upplifðu hvernig best væri að fá vitni til að tjá sig um staðreyndir og hve mikið væri að marka framburð vitna. Næstu námskeið eru: Húsbónda- ábyrgð í skaðabótarétti og mörk hennar sem Hákon Árnason hrl. kennir 8.apríl, Kynferðisbrot sem Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. og Svala Ólafsdóttir, lögfræðingur kenna 14. apríl, Fjárhags- leg endurskipulagning fyrirtækja sem Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræð- ingur kennir ásamt Kristni Sigtryggssyni endurskoðanda 20. apríl og Auðgunar- brot sem Björn Þorvalsson saksóknari kennir 18. maí. Einnig verða tvö nám- skeið til gamans og skemmtunar; Tíu sérvaldin tónverk, ostar og vín sem Ólafur Reynir Guðmundsson lögfræð- ingur og píanóleikari kennir 16. apríl og Jarðfræði út um bílgluggann sem Sigríður Petra Friðriksdóttir, jarðfræð- ingur kennir 20. maí. Fréttir frá félagsdeild Eyrún Ingadóttir Herðubreið og Tallinn

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.