Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Qupperneq 12
12 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 UMfJöllUn Hugleiðing ásu Ólafsdóttur hrl. að lokinni afmælisráðstefnu lmfí Hvert er hlutverk lögmanna í réttarríki á viðsjárverðum tímum? Þessi sPurNiNg var efni málþings í tilefni af 100 ára afmæli lögmanna­ félagsins. fyrir málþingið hafði álita­ efnið einkum verið sett í samhengi við reglur um þrískiptingu ríkisvaldsins. mikilvæg skref hafa verið stigin hér á landi við uppgjörið eftir bankahrunið haustið 2008, ekki síst með ítarlegri skýrslu rannsóknarnefndar alþingis. segja má að við uppgjörið hafi kastljósinu einkum verið beint að valdhöfunum, og tekið hefur verið til gagnrýninnar skoðunar hlutverk framkvæmdavaldsins, löggjafarvaldsins og dómstóla í því sambandi. framsögur á málþinginu settu þessa spurningu hins vegar í víðara samhengi. Hvert er þá hlutverk lögmanna í réttarríki? getur verið að lögmennska sé iðn? eða gegna lögmenn ákveðnu hlutverki í réttarríkinu? gilda aðrar reglur á viðsjárverðum tímum? Hvaðan koma reglur réttarríkisins? Í ritgerð sinni ,,Lögfræði“ frá árinu 1958 segir Þórður eyjólfsson, prófessor og síðar hæstaréttardómari, að réttar- meðvitund almennings sé jafnan gegnsýrð af þeim réttararfi sem komi frá forfeðrunum. Á þeim grundvelli hvíli réttarskipanin í heild, en með hverri kynslóð skapist þó ávallt nýjar aðstæður í samfélaginu og ný andleg lífsviðhorf sem krefjist breytinga og endursköpunar á eldri rétti. Í hverju þjóðfélagi með sæmilega heilbrigða stjórnunarhætti sé keppt að því að haga löggjöfinni á þann hátt að hún sé í samræmi við réttar- hugmyndir alls almennings á hverjum tíma og að hún miði að því að efla almenna menningu og velgengni sem flestra þjóðfélagsþegna. réttar hugmyndir almennings á hverjum tíma eru að áliti Þórðar þannig samansettar af því sem við fáum í arf frá forfeðrum okkar og síðan því marki sem hver kynslóð vill setja á sitt þjóðfélag byggt á nýjum aðstæðum og nýjum viðhorfum. Um þetta var fjallað á málþinginu og voru framsögumenn sammála um að framangreint eigi við þegar friður ríkir í samfélagi. önnur sjónarmið geti verið uppi á viðsjárverðum tímum. Oft myndist þá krafa um breytingar og lagfæringar á löggjöf og reglum sem settar voru á friðartímum. Sú spurning vakni hins vegar hvort hægt sé að víkja frá reglum réttarríkisins, eða gera undantekningar frá þeim á viðsjárverðum tímum. reglur réttarríkisins eru settar á friðartímum og þeim er einmitt ætlað að vísa okkur veginn þegar á reynir. Þá er einmitt þörfin hvað mest á að slíkum reglum sé fylgt. Þá reynir fyrst á reglurnar. af því leiðir að það fellur í hlut lögmanna að útskýra þær reglur sem voru settar á friðartímum, og að koma þeim skilaboðum áleiðis til almennings að þeir búi í réttarríki og jafnframt að miðla ástæðum þess að við settum okkur þessar reglur. Til þess geti jafnvel komið að þeir þurfi að fara fyrir hinni upplýstu umræðu. Dæmi um slíkt voru viðbrögð norska lögmannafélagsins eftir skotárásina í Útey. almenningur varð í fyrstu hneykslaður á því að starfandi lögmaður hefði tekið að sér að verja einstakling sem hafði framið slíkt ódæði. norska lögmannafélagið birti í kjölfarið upplýsingar og tók þátt í umræðunni, og kom þeim skilaboðum á framfæri að allir sakaðir menn ættu rétt á málsvörn og réttlátri málsmeðferð fyrir dómi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.