Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 37

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Síða 37
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 37 ViðtAl lögmenn eru að blanda sér í umræðuna um dómsmál. best er þegar lögmenn láta frá sér stuttar greinar um einstök mál. Tjáning í formi viðtala skilar því miður sjaldnast árangri. Krafan er um stutt og helst litrík svör og þá gerist það oftar en ekki að merkingin brenglast. Sú þróun sem ég hef mestar áhyggjur af í réttarkerfinu er þessi tilhneiging að gera málin svo stór að enginn sem að þeim kemur ræður við að fara í gegnum þau. gögn í mörgum málum eru mörg þúsund blaðsíður og það er engin leið til þess fyrir dómara og málflytjendur að lesa af neinu viti öll gögnin hvað þá að reifa þýðingu þeirra í málflutningi fyrir dómi. Ég fullyrði að tugir mála fara í gegnum dómskerfið án þess að dómarar eða sakflytjendur hafi náð að lesa öll gögn málsins.Við verðum að bregðast við þessari öfugþróun með einhverjum hætti. Þórunn: Dæmi um þetta er rannsókn hjá sérstökum saksóknara. Þar er allt tekið upp á band. Ég var þar með skjólstæðingi í þrjá daga í röð um daginn og mér varð hugsað til þess hversu langt þetta yrði þegar búið væri að vélrita málið upp. Svo þarf að yfirheyra alla aftur fyrir dómi - ef málin fara á annað borð fyrir dóm. magn málsskjala verður ógnvænlegt. fjölgun í lögmannastétt Í lokin, fjöldi lögmanna hefur vaxið gríðarlega og nú eru 950 félagsmenn í LMFÍ. Teljið þið að það sé rými fyrir slíkan fjölda lögmanna? Jón Steinar: Lögmannsstörfin í dag eru miklu meira en að flytja mál fyrir dómstólum. Sennilega er málflutningur hlutfallslega lítill hluti af heildarstörfum lögmanna. Gestur: Ég efast um að þörf sé fyrir Heiðursfélagar lmfí ár Nafn 1951 Sveinn björnsson, forseti Íslands (1881-1952) 1951 Lárus Fjeldsted, lögmaður (1879-1964) 1961 Lárus Jóhannesson hæstaréttardómari (1898-1977) 1971 einar baldvin guðmundsson (1903-1974) 1971 Sveinbjörn Jónsson (1894-1979) 1971 Theodór Líndal (1898-1975) 1979 rannveig Þorsteinsdóttir (1904-1987) 1986 Ágúst Fjeldsted (1916-1992) 1986 egill Sigurgeirsson (1910-1996) 1996 guðmundur Pétursson (1917-2009) 1996 Sveinn Snorrason (f. 1925) 2000 guðmundur ingvi Sigurðsson (1922-2011) 2002 Árni guðjónsson, hrl. (1928-2003) 2002 Jón Finnsson, hrl. (f. 1926) 2011 gestur Jónsson, hrl. (f. 1950) 2011 Hákon Árnason, hrl. (f. 1939) 2011 Jón Steinar gunnlaugsson, hæstaréttardómari (f.1947) 2011 ragnar aðalsteinsson, hrl. (f. 1935) 2011 Þórunn guðmundsdóttir, hrl. (f. 1957) 1000 manns til þess að sinna hefð- bundnum lögmannsstörfum. Ég held þessi mikla fjölgun sé ekki af hinu góða. Sjálfsagt munu margir með lögmanns- réttindi verða að leita á önnur mið. Þórunn: mér finnst algengara en það var að menn séu að stofna lögmannsstofu beint frá prófborðinu. Hákon: Ég tel að markaðurinn sé þegar orðinn mettaður og rúmlega það, hvað varðar fjölda praktíserandi lögmanna og að það stefni í atvinnuleysi með þessu áframhaldi, ef ekki er þegar farið að bera á því. Þá blasir við að fjórar lagadeildir, sem hver um sig útskrifar lögfræðinga í tugatali á hverju ári, er allt of mikið og fyrirsjáanlegt að ekki muni nema hluti þeirra geta fengið fengið störf á sviði lögfræðinnar. Ragnar: Lögmenn hafa átt nokkuð annríkt undanfarin ár einkum vegna áfalla í efnahagslífinu og þeim hefur fjölgað allnokkuð. Fjölgunin á sér einnig rót í fjölgun lagaskóla og þar af leiðandi fjölgun lögfræðinga, sem ekki fá allir störf við hæfi. Þegar rofa tekur og eðlilegt ástand kemst á er líklegt að fækka muni í hópi lögmanna.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.