Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 51

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 51
lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 51 ViðtAl eggert Claessen og Lárus Fjeldsted auk þess sem einar arnórsson og björn Þórðarson voru censorar þegar ég þreytti lagapróf. Vinnubrögðum eggerts átti ég eftir að kynnast betur eftir lát hans, þegar ég las undir embættispróf með guðmundi benediktssyni suður á reynistað. Fannst mér þau um margt minna mig á vand- virkni og nostursemi Lárusar. Þannig lét eggert Claessen binda inn Stjórnartíðindi að hann hafði auðar síður á milli hverra síðna. Á þær skrifaði hann athugasemdir og tilvísanir í breytta löggjöf og dóma, sem gengið höfðu og vörðuðu efni sem viðkomandi lög tóku til. vinnum að hverju máli af ræktarsemi Þú hefur stundað lögfræðitengd störf frá 1946 er þú hófst störf hjá Lárusi, í heil 65 ár, hver er mesta breytingin á störfum lögmanna? Fjarlægðin gerir sjálfsagt fjöllin blárri þegar litið er til baka, en mér finnst að veröldin sem var hafi verið mildari og manneskjulegri. Vera má, að uppeldis- áhrifanna er ég hafði orðið fyrir á menntaskólaárunum, hafi þá enn gætt er ég hóf laganámið og byrjaði hjá Lárusi, og þau mótað lífsviðhorfið. Hugvekjur Sigurðar skólameistara, um skyldu okkar til að rækta og bera virðingu fyrir mann eskjunni og mann- gildinu gleymast ekki. Hann lagði áherslu á frelsi en jafnframt á aga. agað frelsi. Fyrir tíma tölva og ljósprentunarvéla voru forsendur dóma að jafnaði mun styttri og gagnorðari en almennt gerist í dag og lengd bókana í þingbækur oft í öfugu hlutfalli við lengd þinghaldsins en þær sögðu samt allt sem segja þurfti. Sjálfsagt hafa réttarfarsbreytingar í sakamálum orðið til bóta, eins og lögfestingar alþjóðlegra mannréttinda- sáttmála, en engu að síður verður, á sama hátt og gildir um frelsið, að umgangast þessar breytingar með gát svo þær snúist ekki upp í andhverfu sína. Í ávarpi mínu á 75 ára afmæli félagsins lagði ég ríka áherslu á, að bágur hagur og afkoma einstaklinga mætti aldrei verða til þess að þeir geti ekki leitað réttar síns eða varið rétt sinn fyrir dómstólum, ef með þyrfti, og notið til þess ráðgjafar og fulltingis hæfra lögmanna. Sem betur fer reyndu flestir lögmenn að veita einhverja úrlausn, þótt ekki væri að vænta launa fyrir. ekki er mér kunnugt um hvernig þessum málum er háttað í dag en hitt hygg ég, að þeim sem bágast eiga sé ekki gert auðveldara fyrir. gjaldskrárnar benda ekki til þess. Og talandi um gjaldskrárnar, þá hafa á þeim orðið miklar breytingar frá þeirri lágmarksgjaldskrá, sem í gildi var og staðfest af ráðherra, þegar ég hóf lögmannsstörf árslok 1959. Sú geymdi mjög takmarkað frelsi til mats þóknunar fyrir lögmannsstarf. Á 75 ára afmæli félagsins hafði verið rýmkað um ýmis atriði gjaldskrárinnar, sem veitti allmikið svigrúm til mats þóknunar. Við töldum þá að það riði á miklu að gæta sanngirni við slíkt mat. Í því sambandi sagði ég í ávarpi mínu á afmælishátíðinni: „misnotkun slíkra heimildarákvæða er ámælisverð þeim er þannig beitir henni og í engu samræmi við siðareglur okkar, en til þess fallin að kasta rýrð, ekki aðeins á viðkomandi mann, heldur stéttina í heild. menn skyldu minnast hringsins, sem eyjólfur bölverksson þá af Flosa forðum.“ Við skulum þess vegna muna að vinna að hverju máli af fullri ræktarsemi svo við getum með sanni tekið undir þau fyrirheit og sjónarmið sem við stofnun félagsins voru til grundvallar lögð og að „Lögmaður hver megi svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku.“ E.I. í málflutningi fyrir Hæstarétti í lok sjöunda áratugarins. f.v. sveinn snorrason, sigurður líndal, ármann snævarr, einar arnalds, logi einarsson, magnús torfason, Benedikt sigurjónsson og guðjón steingrímsson. morgunblaðið 27. júní 1968, 12

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.