Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 60

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Side 60
60 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 ViðtAl Hafði frekar hugsað mér starfsferil sem embættismaður viðtal við jón finnsson hrl. Þegar jÓN fiNNssoN lauk prófi í lögum árið 1951 hóf hann störf hjá bæjarfógeta og sýslumanni í Hafnarfirði og sýslumanninum í gullbringu­ og kjósarsýslu, eins og embættið hét þá, og hafði engar áætlanir um lög­ mannsferil. árið 1966 varð jón ósáttur við ráðningu í sýslu mannsembættið, sagði upp störfum og hóf lögmennsku fertugur að aldri. jón stundaði lögmannsstörf næstu 37 árin við góðan orðstír. „Ég byrjaði hjá bæjarfógeta og sýslumanni Hafnarfjarðar í ágúst 1951 en þá var embættið miklu stærra en núna, náði frá botnsá í Hvalfirði og út á Suðurnes fyrir utan Keflavík og reykjavík. Ég byrjaði sem lögreglustjóri í umboði sýslumanns á Keflavíkurflugvelli en flutti til Hafnarfjarðar þegar Keflavíkurflugvöllur var gerður að sérstöku lögsagnarumdæmi í 29. janúar 1954. Þar var ég þangað til ég fór í lögmennsku 1. mars 1966.“ Hvað kom til að þú breyttir um starfsvettvang? „Ég hafði nú frekar hugsað mér starfsferil sem embættismaður en lögmaður eins og 14 ára starfstími minn hjá embættinu í Hafnarfirði ber mér sér. Ég varð hins vegar mjög ósáttur við skipun í embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði og sýslu- manns gullbringu- og Kjósarsýslu í nóvember 1965 þegar gengið var fram hjá birni Sveinbjörnssyni, sem hafði jón finnsson er fæddur árið 1926 og hætti störfum árið 2003, 77 ára gamall.

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.