Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 64

Lögmannablaðið - 01.12.2011, Page 64
64 lögmaNNaBlaðið tBl 04/11 lMfÍ 100 ÁrA skiptin lögmanna eftir rekstrarfyrirkomulagi 2007 og starfsaldur lögmanna 2009. könnun meðal lögmanna: langur vinnudagur Í könnun Lögmannablaðsins árið 2007 kom fram að 42% lögmanna á lögmannsstofum störfuðu á stofum með fleiri en fimm lögmönnum og 20% væru einyrkjar. Þetta var í fyrsta skipti sem könnun var gerð á rekstrarfyrirkomulagi og starfsaðstæðum lögmanna á lögmannsstofum og var svarhlutfallið 63%. Lögmenn voru spurðir um hvort þeir væru sjálfstætt starfandi eða fulltrúar, hve lengi þeir hefðu starfað sem lögmenn og um aldur og kyn. Spurt var um stærð stofunnar og um sér- hæfingu, gjald fyrir útseldan tíma, um vinnutíma og fleira. meðal niðurstaðna var að 80% lögmanna á lögmannsstofum væru sjálfstætt starfandi lögmenn en mun fleiri yngri lögmenn voru á stofum með tveimur eða fleiri lögmönnum. 64% lögmanna tók þóknun á bilinu 10.000- 13.900 krónur, 20% tóku 14.000-17.900 krónur, 10% tóku tímagjald undir 10.000 krónum. Um helmingur lögmanna vann 40-50 tíma á viku og þriðjungur vann meira en 50 tíma á viku. Í könnun meðal lögmanna sem störfuðu hjá fjármála- fyrirtækjum kom fram að þeir ynnu lengri vinnutíma en lögmenn á lögmannsstofum en 55% þeirra vann 40-50 tíma á viku og 40% vann meira en 50 tíma á viku. Þá kom einnig fram að framhaldsnám eftir embættispróf í lögfræði skilaði sér í betri stöðum. Árið 2009 var aftur gerð könnun meðal félagsmanna LmFÍ og þar sagðist u.þ.b. þriðjungur lögmanna starf sitt hafa breyst í kjölfar efnahagshrunsins og að vinnuálag hefði aukist.69 Brot úr sögu félags fyrsta formannskosning í 16 ár aðalfundur LmFÍ vorið 2010 var fjöl mennur sem var skemmtileg tilbreyting frá fundum undanfarinna ára. Ástæðan var formannskosning sem félaga stóðu frammi fyrir í fyrsta skipti síðan árið 1994 að kjósa milli tveggja lögmanna sem buðu sig fram til formanns. alls mættu 236 af 840 félagsmönnum á kjörskrá og kusu 176, eða 75%, brynjar níelsson hrl. formann.72 kistaN í jarðarföriNNi Þegar Jón oddsson lá banaleguna kom Kristján Stefánsson til hans einu sinni sem oftar. Jón vissi hvert stefndi og sagði við Kristján: -Konan segir að það megi ekki syngja í jarðarförinni minni lagið „Komdu og skoðaðu í kistuna mína.“

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.